Þjóðarsjóður Kúveit kominn með um tveggja milljarða hlut í Arion Þjóðarsjóður Kúveit, einn stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, hefur nýlega aukið verulega við eignarhlut sinn í Arion banka og nemur markaðsvirði bréfa sjóðsins í bankanum nú um tveimur milljörðum króna. 8.12.2021 19:19
Ætla að sækja allt að 10 milljarða fyrir skráningu í Svíþjóð eða Bandaríkjunum Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis vinnur nú að því að sækja sér samtals um 40 til 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5 til rúmlega 10 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áform félagsins um skráningu á hlutabréfamarkað í Svíþjóð eða Bandaríkjunum snemma á næsta ári. 7.12.2021 07:01
Þórlindur verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra Þórlindur Kjartansson, sem hefur starfað undanfarið sem ráðgjafi og pistlahöfundur á Fréttablaðinu, verður aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur í utanríkisráðuneytinu. 6.12.2021 16:44
Heimilt að selja hvenær sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð Bankasýslunni, sem heldur utan um 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, er heimilt að selja hlutabréf sín í bankanum hvort heldur sem er á opnum markaði eða í gegnum lokað útboð til fagfjárfesta hvenær sem er eftir að tímabili sölubanns lýkur síðar í þessum mánuði. 6.12.2021 07:00
Konráð ráðinn aðalhagfræðingur Stefnis Konráð S. Guðjónsson, sem hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands undanfarin ár, hefur verið ráðinn til sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélags Arion banka. 3.12.2021 15:16
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2.12.2021 15:19
Ekki augljóst að fjárlögin muni styðja við lágt vaxtastig Það er ekki augljóst að rekstur ríkissjóðs á næstunni, eins og hann birtist í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær, muni leggjast sérstaklega á sveif með að styðja við peningastefnu Seðlabanka Íslands í því skyni að viðhalda lægri vöxtum en ella. 1.12.2021 07:01
Kvika ekki tapað krónu á uppgjöri vegna framvirkra samninga Kvika hefur ekki þurft að taka á sig neitt fjárhagslegt högg vegna uppgjörs á framvirkum samningum sem bankinn hefur gert á undanförnum árum í tengslum við verðbréfaviðskipti hjá viðskiptavinum. 30.11.2021 20:32
Stoðir fjárfesta í evrópsku SPAC-félagi sem var skráð á markað í Hollandi Fjárfestingafélagið Stoðir var á meðal evrópskra hornsteinsfjárfesta sem komu að fjármögnun á nýju sérhæfðu yfirtökufélagi (e. SPAC), undir nafninu SPEAR Investments I, sem sótti sér 175 milljónir evra, jafnvirði um 26 milljarða íslenskra króna, í hlutafjárútboði sem kláraðist fyrr í þessum mánuði. Í kjölfarið var félagið skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam þann 11. nóvember síðastliðinn. 30.11.2021 07:00
Vogunarsjóðir Akta skilað nærri 200 prósenta ávöxtun á einu ári Tveir vogunarsjóðir í rekstri Akta, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í skuldabréfum og hlutabréfum margfalt, hafa skilað sjóðsfélögum sínum nálægt 200 prósenta ávöxtun á undanförnum tólf mánuðum. 29.11.2021 07:01