Alvotech að klára um 50 milljarða fjármögnun fyrir tvíhliða skráningu Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech er á lokametrunum með að tryggja sér samtals um 400 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 52 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða tvískráningu félagsins á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi í byrjun næsta árs. Áætlað er að íslenskir fjárfestar muni þar af leggja félaginu til um 6 til 7 milljarða króna. 16.11.2021 10:00
Innherji verður til Fjölmiðlar á Íslandi þurfa að laga sig að breyttum veruleika. Tæknirisar hrifsa til sín sífellt stærri hlut af auglýsingatekjum, Ríksútvarpið heldur uppteknum hætti í samkeppni við einkamiðla og verðhækkanir á pappír grafa undan rekstrargrundvelli prentmiðla sem var veikur fyrir. Afleiðingarnar birtast okkur í atgervisflótta í blaðamennsku og því að rekstur stórra prentmiðla er háður innspýtingu frá eigendum þeirra. Þetta er vonlaus staða. 16.11.2021 09:05
Verðmiðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og lífeyrissjóðir geta keypt fimmtungshlut Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. 20.10.2021 08:01
Lífeyrissjóðir bæta við sig í Bláa lóninu og hafa trú á enn frekari vexti Hópur íslenskra lífeyrissjóða kláraði formlega í lok síðustu viku kaup á 6,18 prósenta hlut í Bláa lóninu fyrir 25 milljónir evra, jafnvirði um 3,8 milljarða íslenskra króna. 16.9.2021 08:51
Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. 14.9.2021 12:39
Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. 7.9.2021 16:36
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21.11.2019 06:00
Hikandi við að leggja Play til hlutafé Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. 20.11.2019 06:00
Vogabakki kaupir 40 prósent í Múrbúðinni Viðskiptafélagarnir Árni og Hallbjörn gengu nýlega frá kaupum í Múrbúðinni og eru nú stærstu hluthafar byggingavöruverslunarinnar. Sjóður í stýringu GAMMA seldi meðal annars hlut sinn. Árni tekinn við sem stjórnarformaður. 20.11.2019 06:00
Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13.11.2019 08:00