Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hagnaður Hvals sjöfaldast og nemur 3,5 milljörðum eftir sölu í Origo

Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni, jókst um meira en sjöfalt á síðasta fjárhagsári fjárfestingafélagsins og nam tæplega 3,5 milljörðum króna borið saman við 490 milljónir á árinu áður. Þar munar mikið um sölu Hvals á öllum 13 prósenta hlut félagsins í Origo sumarið 2021 en bókfærður hagnaður vegna hennar var yfir 2,2 milljarðar.

Hlutabréfaverð Íslandsbanka fellur og nálgast gengið í útboði ríkissjóðs

Gengi bréfa Íslandsbanka hefur lækkað um tvö prósent í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun og stendur nú í 117,8 krónum á hlut. Hlutabréfaverðið er því aðeins tæplega einni krónu hærra, eða sem nemur 0,7 prósentum, en þegar ríkissjóður seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum með tilboðsfyrirkomulagi fyrir samtals tæplega 53 milljarða króna fyrir um tveimur mánuðum.

Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin

Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“

Hömlur á erlendu eignarhaldi ýta Síldarvinnslunni út úr vísitölu FTSE

Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell hefur ákveðið að Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, verði ekki á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem verða tekin inn í sérstaka vísitölu nýmarkaðsríkja vegna þeirra víðtæku takmarkana sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi.

Útboð ríkisins í Íslandsbanka í samræmi við jafnræðisreglu, segir LOGOS

Ákvörðun um að takmarka þátttöku í útboði ríkissjóðs á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í mars síðastliðnum við hæfa fjárfesta án þess að setja sérstök skilyrði um lágmarkstilboð fól ekki í sér, að mati lögmannsstofunnar LOGOS, brot gegn jafnræðisreglu. Bankasýsla ríkisins, sem sá um framkvæmd söluferlisins, hafi sömuleiðis gert „fullnægjandi ráðstafanir“ til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjárfesta að útboðinu.

Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu

Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst.

Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins

Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra.

Sjá meira