„Hraustleg lækkun“ á vanmati félaga eftir að markaðurinn tók loksins við sér Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum. 19.10.2024 13:13
Samþykktu hlutafjárhækkun til að verja tiltekna fjárfesta fyrir gengislækkun Mikill meirihluti hluthafa samþykkti tillögu stjórnar Controlant um að fara meðal annars í hlutafjárhækkun í því skyni að gefa út uppbótarhluti til að verja þá fjárfesta, einkum lífeyrissjóði, sem höfðu komið inn í síðasta útboði fyrir þeirri miklu gengislækkun sem er fyrirséð í yfirstandandi útboðsferli. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni leggja til um þriðjunginn af þeirri fjárhæð sem Controlant hyggst sækja sér í nýtt hlutafé á næstu vikum. 18.10.2024 13:23
Tiltrú fjárfesta mun aukast þegar það fæst betri innsýn í sölutekjur Alvotech Fjárfestar bíða eftir að fá betri innsýn í tekjurnar vegna sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum, að mati fjárfestingabankans Barclays, en það hefur ráðið hvað mestu um að hlutabréfaverð félagsins er enn talsvert undir hæstu gildum fyrr á árinu. Greinendur bankans, sem segjast „sannfærðir“ um að Alvotech verði einn af þremur risunum á heimsvísu á sviði líftæknilyfja, álíta að uppgjör næstu mánaða muni auka tiltrú og traust markaðarins á tekjuáætlunum þess og nefna eins að með sérhæfðri lyfjaverksmiðju sé félagið með samkeppnisforskot á suma af helstu keppinautum sínum. 17.10.2024 14:55
Nánast samstaða um vaxtalækkun og nefndin segir „áhrif hárra raunvaxta skýr“ Þótt einn nefndarmaður hefði fremur kosið að halda stýrivöxtum óbreyttum þá samþykktu allir í peningastefnunefnd að ráðast í fyrstu vaxtalækkun Seðlabankans í tæplega fjögur ár fyrr í þessum mánuði, en líklegt er talið að raunvaxtastigið eigi eftir að hækka frekar á næstunni. Samstaða nefndarinnar um 25 punkta lækkun, meðal annars með vísun til þess að útlit er fyrir að hægja sé hratt á umsvifum á húsnæðismarkaði og í efnahagslífinu, eykur enn líkur á að haldið verði áfram með vaxtalækkunarferlið í næsta mánuði – og sú lækkun verði þá stærri í sniðum. 16.10.2024 18:41
Greinendur stóru bankanna með ólíka sýn á gengisþróun krónunnar Skiptar skoðanir birtast í nýlegum hagspám viðskiptabankanna um horfurnar í gengisþróun krónunnar en á meðan hagfræðingar Landsbankans og Íslandsbanka telja útlit fyrir lítilsháttar styrkingu á allra næstu árum eru greinendur Arion heldur svartsýnni, sé litið til mats þeirra á undirliggjandi efnahagsþáttum og utanríkisverslun, og vænta þess að hún eigi eftir að veikjast. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu vikur, einkum með auknu innflæði vegna kaupa á ríkisbréfum, en heilt hefur krónan haldist afar stöðug á árinu. 16.10.2024 16:30
Fordæmalaus húsleit þegar ESA beitti sjálfstæðum valdheimildum sínum Fyrirvaralaus athugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hjá fjárfestingafélaginu Skel í tengslum við meinta markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf, fyrsta slíka aðgerðin sem ráðist hefur verið í hér á landi, kemur um einu ári eftir að málinu lauk með úrskurði áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Húsleit ESA, framkvæmd í gær og fjöldi manns kom að, er gerð í samræmi við ákvæði samkeppnislaga um sjálfstæða heimild stofnunarinnar til að framfylgja samkeppnisreglum EES-samningsins á Íslandi – og þarf hún ekki til þess úrskurð dómstóla. 15.10.2024 14:20
Stjórnarslit og frestun á bankasölu muni hafa lítil áhrif á skuldabréfamarkaðinn Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika. 14.10.2024 17:11
„Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. 14.10.2024 13:48
Fjárhagsstaða sveitarfélaga býður ekki upp á aukna skuldsetningu Fjárfesting sveitarfélaga jókst um meira en fimmtung á liðnu ári þegar hún var samtals nálægt áttatíu milljarðar en þungur rekstur þýddi að þær fjárfestingar voru að hluta fjármagnaðar með lántökum sem jók enn á skuldirnar. Ekki er hins vegar útlit fyrir að sveitarfélagastigið megi við lækkandi fjárfestingarstigi á komandi árum, að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem vill að virðisaukaskattur á fjárfestingar þeirra verði afnumin. 13.10.2024 13:09
Útlit fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um nærri sextíu prósent Mun meiri samdráttur en áður var áætlað í verkefnum tengdum dreifingu á bóluefnum gegn Covid-19, ásamt því að hægar hefur gengið að klára samninga við nýja viðskiptavini, veldur því að útlit er fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um hátt sextíu prósent á þessu ári. Samkvæmt tekjuspám sem félagið hefur kynnt fjárfestum í aðdraganda mögulegrar hlutafjáraukningar mun taka um tvö til þrjú ár þangað til umsvifin verða á svipuðum slóðum og á tímum farsóttarinnar. 11.10.2024 12:41