Ójafnvægið í þróun byggingarvísitölu og fasteignaverðs ekki verið meira frá bankahruni Ójafnvægið í þróun annars vegar byggingarvísitölu og hins vegar þróun fasteignaverðs hefur ekki verið meira en nú á tímum kórónuveirufaraldursins frá því rétt fyrir fall bankanna árið 2008. Frá aldamótum nemur hækkun fasteignaverðs umfram byggingarkostnað nálægt áttatíu prósentum. 23.11.2021 21:02
Fjárfestingafélag í sjávarútvegi á leið í Kauphöllina Félagið Bluevest Capital Partners, sem var stofnað af Kviku banka og bresku viðskiptafélögunum Mark Holyoke, stærsta hluthafi Iceland Seafood og stjórnarmanns 2010 til 2019, og Lee Camfield, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar hjá Iceland Seafood, setur nú stefnuna á skráningu á First North hlutabréfamarkaðinn í Kauphöllina í byrjun næsta árs. 23.11.2021 18:05
Úlfar tekur við stjórnarformennsku í Bláa lóninu Úlfar Steindórsson, forstjóri og eigandi Toyota á Íslandi, hefur tekið við sem stjórnarformaður Bláa lónsins eftir að hafa áður verið varamaður í stjórn ferðaþjónustufyrirtækisins. 22.11.2021 18:00
Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22.11.2021 10:29
Seðlabankastjóri: Mikilvægt að lífeyrissjóðir geti fjárfest meira erlendis Ekki er útlit fyrir að breytingar verði gerðar strax í byrjun næsta árs til hækkunar á því 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra. Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR og Lífeyrissjóður verslunarmanna – var um mitt þetta ár komið í liðlega 42 prósent. 18.11.2021 20:31
Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17.11.2021 20:20
Ölgerðin setur stefnuna á hlutabréfamarkað í byrjun næsta árs Stjórn Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, hefur tekið ákvörðun um að hefja formlegan undirbúning að skráningu félagsins á aðalmarkað Kauphallarinnar hér á landi. 17.11.2021 07:00
Seldi í Bláa lóninu og keypti í Arion Félag í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, hefur nýlega bæst við hluthafahóp Arion banka og heldur í dag á bréfum í bankanum sem eru metin á tæplega 700 milljónir króna að markaðsvirði. 16.11.2021 17:01
Alvotech að klára um 50 milljarða fjármögnun fyrir tvíhliða skráningu Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech er á lokametrunum með að tryggja sér samtals um 400 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 52 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða tvískráningu félagsins á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi í byrjun næsta árs. Áætlað er að íslenskir fjárfestar muni þar af leggja félaginu til um 6 til 7 milljarða króna. 16.11.2021 10:00
Innherji verður til Fjölmiðlar á Íslandi þurfa að laga sig að breyttum veruleika. Tæknirisar hrifsa til sín sífellt stærri hlut af auglýsingatekjum, Ríksútvarpið heldur uppteknum hætti í samkeppni við einkamiðla og verðhækkanir á pappír grafa undan rekstrargrundvelli prentmiðla sem var veikur fyrir. Afleiðingarnar birtast okkur í atgervisflótta í blaðamennsku og því að rekstur stórra prentmiðla er háður innspýtingu frá eigendum þeirra. Þetta er vonlaus staða. 16.11.2021 09:05