Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Fulltrúar lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, beittu neitunarvaldi og höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Óánægja innan Alterra, meirihlutaeiganda HS Orku. 2.8.2017 06:00
Óráð Fyrr á árinu skipaði forsætisráðherra verkefnisstjórn sem á að koma með tillögur um endurmat á forsendum peninga- og gjaldmiðlastefnu Íslands. Óhætt er að segja að um sé að ræða eitt stærsta verkefni stjórnvalda. Öllum má enda vera ljóst að núverandi stefna er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Endurskoða þarf peningastefnuna með hliðsjón af þeirri byltingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. 28.7.2017 07:00
Hannes Frímann tekur við eignastýringu Kviku banka Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, verður næsti framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. 26.7.2017 10:02
Ójöfn keppni Íslensk verslun stendur á tímamótum. Stærstu fyrirtækin á íslenskum smásölumarkaði – Hagar og Festi – hafa á undanförnum mánuðum og misserum gripið til aðgerða til að bregðast við vaxandi samkeppni, meðal annars með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. 21.7.2017 06:00
Ágústa Johnson í stjórn Bláa lónsins Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, og Steinar Helgason, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, hafa sest í stjórn Bláa lónsins. 19.7.2017 09:00
Félag Ólafs Ólafssonar gæti innleyst yfir 800 milljóna hagnað Dótturfélag SMT Partners B.V., sem er í áttatíu prósenta eigu Ólafs Ólafssonar, kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. 19.7.2017 06:00
Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME Yfirmaður hjá Icelandair grunaður um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Var sendur í leyfi frá störfum í lok maí. Rannsóknin beinist að viðskiptum með bréf í aðdraganda kolsvartrar afkomuviðvörunar sem félagið sendi frá sér 1. febrúar. 19.7.2017 06:00
Hjörleifur Jakobsson kaupir í Kviku banka Hjörleifur Jakobsson og eiginkona hans hafa keypt rúmlega 3,3 prósenta hlut í bankanum af Brimgörðum. Hjörleifur, sem er meðal annars stór hluthafi í Öskju og Öryggismiðstöðinni, sat í stjórn Kaupþings og var einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar. 14.7.2017 07:00
Hagnaður lögmannsstofunnar BBA Legal minnkar um 90 prósent Hagnaður BBA Legal nam tæplega 27 milljónum króna á árinu 2016 og dróst saman um liðlega 90 prósent frá fyrra ári þegar hagnaðurinn var 263 milljónir. 12.7.2017 09:00
Hlutafé Kviku verður aukið um allt að tvo milljarða Hlutafé Kviku verður aukið um 1.500 til 2.000 milljónir króna til að fjármagna kaupin á Virðingu en hluthafar verðbréfafyrirtækisins samþykktu kauptilboð bankans með miklum meirihluta í lok síðasta mánaðar. 12.7.2017 08:00