Skiptir mestu að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður Símans Það sem skiptir mestu í rekstri Símans þessi misserin er að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður og stærsti hluthafi fjarskiptafélagsins. Gangi viðskiptin eftir má vænta þess að boðað verði til hluthafafundar í haust þar sem sagt verði frá því hvernig til standi að ráðstafa söluandvirðinu á Mílu sem hefur nú þegar lækkað um fimm milljarða frá því sem fyrst var samið um við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian. 15.8.2022 09:57
Sjóður í Abú Dabí að kaupa hlut Íslendinga í Edition-hótelinu fyrir 22 milljarða Einn af þjóðarsjóðum furstadæmisins Abú Dabí, ADQ, er langt kominn í viðræðum um að kaupa ríflega 70 prósenta eignarhlut félags í eigu íslenskra fjárfesta, sem er að stórum hluta lífeyrissjóðir, í Marriott Edition-lúxushótelinu í Austurhöfn. 11.8.2022 06:31
Stærsta innviðasala Íslandssögunnar hangir á bláþræði Kaupin á Mílu eru um margt prófsteinn á það hvort erlendir langtímafjárfestar megi – hafi þeir á annað borð áhuga á með hliðsjón af flækjustiginu sem því oft fylgir – eiga í alvöru viðskiptum hér á landi þar sem ekki er verið að tjalda til einnar nætur, heldur áratuga, líkt og er ætlun Ardian. Þessa dagana erum við fá að svarið við þeirri spurningu. 9.8.2022 15:47
Hækkar verðmat á Arion og segir efnahagsumhverfið „vinna með bankastarfsemi“ Uppgjör Arion banka á öðrum ársfjórðungi, þar sem félagið skilaði rúmlega 9,7 milljarða króna hagnaði, var „allt samkvæmt áætlun“ en afkoman litaðist mjög af erfiðum aðstæðum á hlutabréfamörkuðum en á móti var yfir sex milljarða hagnaður af sölu eigna á fjórðungum. 8.8.2022 09:39
Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar. 8.8.2022 08:36
Stoðir töpuðu nærri fimm milljörðum samhliða verðhruni á mörkuðum Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins, tapaði rúmlega 4,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samhliða miklum óróa á verðbréfamörkuðum þar sem virði helstu skráðra eigna félagsins lækkaði verulega. Á sama tímabili í fyrra skiluðu Stoðir hins vegar hagnaði upp á 12,6 milljarða króna og á öllu árinu var hagnaður félagsins tæplega 20 milljarðar. 7.8.2022 13:34
Með „töluvert bolmagn til fjárfestinga“ eftir að innlánin ruku upp í faraldrinum Stór hluti fyrirtækja virðist hafa komið út úr faraldrinum með afar sterka lausafjárstöðu eftir að hafa haldið að sér höndum í lántökum og fjárfestingu vegna óvissu í hagkerfinu á sama tíma og það varð mikil aukning í veltu í nær öllum atvinnugreinum. 4.8.2022 07:01
Íslandsbanki tók yfir rekstur gagnavers eftir 344 milljóna króna uppsafnað tap Félagið Reykjavík DC, sem starfrækir hátæknigagnaver á Korputorgi, var rekið með tæplega 169 milljóna króna tapi á fyrsta heila starfsári sínu frá því að gagnaverið var tekið í notkun á árinu 2020. Vegna fjárhagsvandræða, sem mátti meðal annars rekja til þess að seinkun varð á opnun gagnaversins, var félagið hins vegar tekið yfir af Íslandsbanka, stærsta lánardrottni sínum, í árslok 2021. 3.8.2022 07:01
Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2.8.2022 10:39
Rekstrarhagnaður Vísis tveir milljarðar og hélst nær óbreyttur í fyrra Rekstrarhagnaður (EBITDA) sjávarútvegsfyrirtækisins Vísir í Grindavík, sem er verið að selja til Síldarvinnslunnar fyrir samtals um 31 milljarð króna, nam tæplega 13,4 milljónum evra, jafnvirði um tveggja milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, á árinu 2021 og jókst um 0,2 milljónir evra frá fyrra ári. 2.8.2022 08:57