Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta.

Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar

Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi.

Seðlabankastjóri hafi verið „of fljótur að kalla toppinn“ og spá hækkun vaxta

Ólíklegt er að vonir seðlabankastjóra um að vaxtahækkun bankans í byrjun október yrði sú síðasta í bili rætist þegar peningastefnunefnd kemur saman í vikunni. Mikill meirihluti markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að vextir verði hækkaðir um 25 punkta en óvænt gengisveiking krónunnar hefur ýtt undir hærri verðbólguvæntingar og þá virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Sumir vænta jafnvel 50 punkta hækkunar með vísan til þess að verðbólguálag hefur hækkað verulega og aðhald Seðlabankans sjaldan verið minna á þessari öld.

Lífeyrissjóðir fá Arctica Finance sem fjármálaráðgjafa

Verðbréfafyrirtækið Arctica Finance verður sérstakur fjárhagslegur ráðgjafi helstu lífeyrissjóðanna sem hafa nú flestir hverjir myndað með sér sameiginlegan vettvang vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ÍL-sjóðs. Í þeim hópi er hins vegar ekki Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins.

Stoðir stækka stöðu sína í Kviku banka

Fjárfestingafélagið Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Kviku, hefur stækkað stöðu sína í bankanum um nærri tíund. Kaupin í Kviku koma um einu ári eftir að félagið minnkaði hlut sinn um liðlega þriðjung þegar hlutabréfaverð bankans var í hæstu hæðum.

Rekstrartap hjá kísilverinu á Bakka samhliða lækkandi verði á kísilmálmi

Eftir að hafa verið réttum megin við núllið frá lokum síðasta árs varð tap á rekstrinum hjá kísilveri PCC á Bakka á Húsavík á liðnum þriðja ársfjórðungi. Rekstrarumhverfið hefur versnað með lækkandi verði á kísilmálmi samtímis því að hráefniskostnaður hefur hækkað mikið.

Gjaldeyriseignir Gildis jukust um nærri tíu prósent á þriðja fjórðungi

Eftir að hafa dregist stöðugt saman í um tvö ár þá jókst verulega vægi erlendra fjárfestinga í eignasafni Gildis á liðnum ársfjórðungi þegar gjaldeyriseignir lífeyrissjóðsins hækkuðu um liðlega 24 milljarða. Hlutfall erlendra eigna annarra stærstu lífeyrissjóða landsins jukust sömuleiðis, samt mun minna en í tilfelli Gildis, samhliða því að gengi krónunnar fór lækkandi.

Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur

Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári.

Hærri vaxta­munur „ó­lík­legur“ þegar dýrara er orðið að sækja sér fjármagn

Eftir að flest hafði unnið með Arion banka í fyrra, bæði vegna hækkana á mörkuðum og jákvæðra virðisbreytinga á útlánum, þá hefur staðan sumpart snúist við í ár með neikvæðum áhrifum á fjármunatekjur. Grunnrekstur bankans hefur hins vegar styrkst, að sögn greinenda, sem heldur verðmati sínu nær óbreyttu. Aukin samkeppni um innlán og krefjandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum þýðir að frekar hækkun á vaxtamun er ólíkleg.

Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum.

Sjá meira