Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vænta hærri verðbólgu og hún verði 5,8 prósent eftir eitt ár

Markaðsaðilar búast við því að verðbólgan, sem mælist núna 9,9 prósent, muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og hún verði þá að meðaltali tíu prósent. Þá telja þeir að verðbólgan muni taka að hjaðna í kjölfarið og verði 5,8 prósent að ári liðnu og fjögur prósent eftir tvö ár.

Skiptir mestu að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður Símans

Það sem skiptir mestu í rekstri Símans þessi misserin er að „fá botn í söluna á Mílu,“ segir stjórnarformaður og stærsti hluthafi fjarskiptafélagsins. Gangi viðskiptin eftir má vænta þess að boðað verði til hluthafafundar í haust þar sem sagt verði frá því hvernig til standi að ráðstafa söluandvirðinu á Mílu sem hefur nú þegar lækkað um fimm milljarða frá því sem fyrst var samið um við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian.

Stærsta innviðasala Íslandssögunnar hangir á bláþræði

Kaupin á Mílu eru um margt prófsteinn á það hvort erlendir langtímafjárfestar megi – hafi þeir á annað borð áhuga á með hliðsjón af flækjustiginu sem því oft fylgir – eiga í alvöru viðskiptum hér á landi þar sem ekki er verið að tjalda til einnar nætur, heldur áratuga, líkt og er ætlun Ardian. Þessa dagana erum við fá að svarið við þeirri spurningu.

Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir

Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar.

Stoðir töpuðu nærri fimm milljörðum samhliða verðhruni á mörkuðum

Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins, tapaði rúmlega 4,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samhliða miklum óróa á verðbréfamörkuðum þar sem virði helstu skráðra eigna félagsins lækkaði verulega. Á sama tímabili í fyrra skiluðu Stoðir hins vegar hagnaði upp á 12,6 milljarða króna og á öllu árinu var hagnaður félagsins tæplega 20 milljarðar.

Sjá meira