Lífeyrissjóðir keyptu fyrir 20 milljarða, einkafjárfestar með þriðjung útboðsins Íslenskir lífeyrissjóðir fengu úthlutað meira en þriðjung þeirra eignarhluta í Íslandsbanka sem ríkissjóður seldi í hlutafjárútboðinu sem kláraðist í síðustu viku. Samtals keyptu 23 lífeyrissjóðir, sem áttu fyrir útboðið samanlagt um 16 prósenta hlut í bankanum, fyrir 19,5 milljarða króna, eða sem jafngildir liðlega 8,5 prósenta eignarhlut. 1.4.2022 12:17
Bóksal selur í skráðum félögum til að minnka áhættu og skuldsetningu Fjárfestingafélagið Bóksal, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur og hefur verið afar umsvifamikið á hlutabréfamarkaði undanfarin misseri, seldi í liðnum mánuði hluta bréfa sinna í Icelandair, Arion banka og Kviku banka þar sem það hefur um nokkurt skeið verið á meðal stærstu hluthafa. 31.3.2022 11:31
Verðmetur Alvotech á 540 milljarða skömmu fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknifyrirtækisins Alvotech, sem undirbýr nú tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi, er metið á um 90 prósent hærra gengi í nýju verðmati miðað við þann verðmiða sem var sett á félagið þegar það lauk um 60 milljarða króna fjármögnun undir lok síðasta ár. 30.3.2022 10:07
Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29.3.2022 09:53
Aukin áhersla á ábyrgar fjárfestingar ekki „tískufyrirbæri,“ segir formaður LIVE Með því að marka sér heildstæða stefnu um ábyrgar fjárfestingar er Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) á engan hátt á sama tíma að slá af kröfum um arðbærni og áreiðanleika fjárfestinga. Stefnan er hins vegar sett á fjárfestingar sem standast breyttar kröfur til þeirra sem eru „óðum að verða ráðandi í heiminum,“ einkum hjá stærstu fjárfestunum. 29.3.2022 07:01
Hagnaður Stefnis tvöfaldast og var yfir 1.600 milljónir Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir skilaði hagnaði upp á 1.618 milljónir króna á árinu 2021, sem einkenndist af verðhækkunum í Kauphöllinni og aukinni ásókn almennings í hlutabréfafjárfestingar, og jókst hann um 93 prósent frá fyrra ári. Eignir í virkri stýringu Stefnis, sem er í eigu Arion banka, jukust um 58 milljarða og námu 288 milljörðum í árslok. 28.3.2022 17:00
Fjárfestar minnka lítillega við sig í hlutabréfasjóðum í skugga stríðsátaka Innlausnir fjárfesta í innlendum hlutabréfasjóðum voru rúmlega 840 milljónum krónum meiri en sem nam fjárfestingum þeirra í slíkum sjóðum í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn frá því þegar faraldurinn stóð hvað hæst á fyrri hluta ársins 2020 sem merkja má útflæði úr hlutabréfasjóðum en markaðir, bæði hér heima og erlendis, einkenndust af mikilli óvissu í liðnum mánuði vegna stríðsátakanna í Úkraínu. 28.3.2022 11:21
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23.3.2022 20:15
Bankarnir ekki lánað meira til fyrirtækja í þrjú ár Verulega er farið að hægja á íbúðalánavexti bankanna um þessar mundir en ný lán þeirra með veði í fasteign námu rúmlega 9,6 milljörðum króna í febrúar og hafa þau ekki aukist minna á einum mánuði frá því í ársbyrjun 2020 áður en faraldurinn hófst. Á sama hafa ný útlán bankanna til atvinnulífsins hins vegar ekki aukist meira í nærri þrjú ár. 23.3.2022 10:46
Eignarhaldið á Promens að færast aftur í hendur íslenskra fjárfesta Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, eru að ganga í sameiningu frá kaupum á starfsemi Promens hér á landi af bandarísku fyrirtækjasamsteypunni Berry Global sem er eigandi plastframleiðslufyrirtækjanna Sæplasts og Tempra. Kaupverðið er talið vera samtals á annan tug milljarða króna. 23.3.2022 06:00