Kortavelta Íslendinga ekki aukist minna í meira en ár, netverslun þrefaldast frá 2020 Heildarkortavelta Íslendinga innanlands nam rúmum 66 milljörðum króna í janúar á þessu ári og jókst um 3,4 prósent frá sama tímabili árið áður miðað við breytilegt verðlag. Er þetta minnsti vöxturinn á milli ára frá því í október 2020. 14.2.2022 11:16
Vill selja yfir 15 prósenta hlut í Íslandsbanka í næsta áfanga Bankasýsla ríkisins, sem heldur utan um eftirstandandi 65 prósenta eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, mun stefna að því að selja að lágmarki svo stóran hlut í næsta áfanga söluferlisins á komandi vikum að eignarhald íslenska ríkisins fari niður fyrir helmingshlut í bankanum, samkvæmt heimildum Innherja. 14.2.2022 06:00
Útboð og skráning Íslandsbanka kostaði ríkissjóð yfir 1.700 milljónir Beinn kostnaður íslenska ríkisins við skráningu og hlutafjárútboð Íslandsbanka um mitt síðasta ár nam 1.704 milljónum króna, að stærstum hluta vegna söluþóknunar til fjölda erlendra og íslenskra ráðgjafa. Kostnaðurinn jafngilti um 3,1 prósenti af söluandvirðinu en ríkið seldi 35 prósenta hlut í bankanum fyrir rúmlega 55 milljarða króna. 13.2.2022 15:44
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í S4S, metið á um fjóra milljarða Nýr sjóður í stýringu Landsbréfa, Horn IV, hefur gengið frá kaupum á 22 prósenta hlut í fata- og útivistarsamstæðunni S4S, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Ellingsen, Steinars Waage og AIR. Fyrirtækið velti meira en fjórum milljörðum króna á árinu 2020. 12.2.2022 11:55
Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9.2.2022 19:55
Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9.2.2022 06:02
Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara. 7.2.2022 18:13
Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7.2.2022 09:36
Fjárfesting Origo í Tempo á „spennandi tímamótum,“ virði hlutarins gæti verið tugir milljarðar Hugbúnaðarfyrirtækið Tempo, sem er að stórum hluta í eigu Origo, átti líklega „einn [sinn] mest spennandi ársfjórðung“ undir lok síðasta árs en rekstur félagsins „gekk frábærlega“ á árinu 2021. 6.2.2022 15:01
Markaðsvirði Marels lækkað um 150 milljarða á fimm mánuðum Markaðsvirði Marels, langsamlega stærsta fyrirtækisins í Kauphöllinni, fór undir 600 milljarða króna í fyrsta sinn í meira en eitt ár við lokun markaða í gær. 5.2.2022 12:39