Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Samuel Asamoah, leikmaður Guangxi Pingguo í kínversku B-deildinni í fótbolta, meiddist alvarlega eftir að hafa rekist á auglýsingaskilti í leik um helgina. 9.10.2025 11:32
Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst nokkuð sáttur með hvernig hann hefur farið af stað með nýja liðinu sínu, Rhein-Neckar Löwen. Hann segist fullviss um að hann hafi tekið rétt skref á ferlinum með því að fara í sterkari deild en þar sem hann hefur hingað til spilað í atvinnumennskunni. 9.10.2025 10:00
Björgvin Brimi í Víking Íslandsmeistarar Víkings hafa samið við hinn sautján ára Björgvin Brima Andrésson. Hann kemur til liðsins frá Gróttu. 8.10.2025 16:20
Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Collin Morikawa segir að stuðningsmenn bandaríska liðsins hafi líklega farið yfir strikið með framkomu sinni á Ryder-bikarnum um þarsíðustu helgi. 8.10.2025 16:00
Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Strákarnir í Fantasýn halda áfram að fara yfir stöðu mála í ýmsum vel völdum einkadeildum í Fantasy. Í síðasta þætti kíktu þeir á Fantasy-deild nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings. Aldursforseti liðsins er á toppi deildarinnar en illa gengur hjá þjálfaranum. 8.10.2025 13:47
Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, bindur vonir við að nýjar treyjur íslensku landsliðanna í handbolta fari í sölu á næstum vikum. 8.10.2025 12:00
„Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir að sambandið hafi ekki haft ráð á því að taka frá fjölda miða fyrir HM í handbolta kvenna sem hefst í næsta mánuði. HSÍ hafa borist óskir um miða og reynir eftir fremsta megni að koma til móts við þá sem vilja komast á mótið. 8.10.2025 11:04
Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Þjálfari Íslandsmeistara Víkings, Sölvi Geir Ottesen, var tekinn í yfirheyrslu í Brennslunni á FM 957. Þar greindi hann meðal annars frá hjátrú sem hann var með fyrir leiki þegar hann var leikmaður. 8.10.2025 09:32
Raya að skrifa undir nýjan samning Markvörður Arsenal, David Raya, mun skrifa undir nýjan samning við félagið. Hann fær ekki lengri samning en hærri laun. 7.10.2025 17:00
Tíu milljóna punda kjarakaup Antoine Semenyo hefur farið mikinn í upphafi tímabilsins og komið með beinum hætti að níu af ellefu mörkum Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. 7.10.2025 16:04