Nígería ætlar að sniðganga leikinn gegn Líbíu William Troost-Ekong, fyrirliði nígeríska fótboltalandsliðsins, segir að það ætli að sniðganga leikinn gegn Líbíu vegna illrar meðferðar. Leikmenn Nígeríu hafa verið fastir á flugvelli í Líbíu í tæpan sólarhring. 14.10.2024 14:01
Stjóri Stuttgart hafnaði United Sebastian Hoeness, knattspyrnustjóri Stuttgart, var upp með sér yfir áhuga Manchester United en var ekki tilbúinn að taka við liðinu. 14.10.2024 12:30
Fyrsti finnski íshokkíleikmaðurinn sem kom út úr skápnum myrtur Janne Puhakka, fyrsti leikmaðurinn í finnsku íshokkídeildinni sem kom út úr skápnum, var skotinn til bana í gær. Hann var 29 ára. Sá grunaði er Norðmaður á sjötugsaldri. 14.10.2024 11:15
Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Klukkan 14:00 munu dómarar leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni meta ástand Laugardalsvallar og hvort hann sé leikhæfur. Í kjölfarið ákveða þeir hvort leikurinn fari fram í kvöld eða verði frestað til morguns. 14.10.2024 10:56
Landsliði Nígeríu haldið í gíslingu á flugvelli án matar og drykkjar Leikmenn nígeríska landsliðsins segja að þeim hafi verið haldið í gíslingu á flugvelli í Líbíu í aðdraganda leiks liðanna í undankeppni Afríkukeppninnar í fótbolta. 14.10.2024 10:01
Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Julio Enciso, leikmaður Brighton, var hætt kominn í flugi frá Englandi til Suður-Ameríku. Hann hélt að hann væri að fara að deyja. 11.10.2024 16:16
Heimir segist aldrei hafa fengið annan eins stuðning á útivelli Þjálfari írska fótboltalandsliðsins, Heimir Hallgrímsson, var afar sáttur með stuðninginn sem það fékk í sigrinum í Finnlandi í Þjóðadeildinni í gær. Hann sagðist aldrei hafa upplifað annan eins stuðning í útileik. 11.10.2024 15:32
Saka fór meiddur út af Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, fór meiddur af velli þegar England tapaði fyrir Grikklandi í Þjóðadeildinni í gær. 11.10.2024 13:01
Solskjær hafnaði Dönum Ekkert verður af því að Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, taki við danska landsliðinu. 11.10.2024 12:01
Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Leikmenn gríska fótboltalandsliðsins vildu ekki spila leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni vegna fráfalls Georges Baldock. Hann fannst látinn á heimili sínu í Aþenu á miðvikudaginn, aðeins 31 árs. 11.10.2024 10:31