„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22.3.2024 12:17
Leigjendur afar ósáttir við nýgerða kjarasamninga Stjórn Leigjendasamtakanna segja framlag stjórnvalda óboðlegt og forsendur fyrir kjarasamningi, sem forysta launafólks kvittar undir þar sem leigjendur skuli axla frekari byrðar til að styðja við lægri greiðslubyrði til handa þeim sem eru með húsnæðislán, vera að sama skapi fullkomlega óboðlegt. 20.3.2024 14:40
Naglarnir raðist í líkistu ríkisstjórnarinnar „Þetta er orðið þreytt ástand. Þetta er einhvern veginn eins og Weekend at Bernie´s, þegar þeir drösluðust með lík heila helgi. Ríkisstjórnin er löngu dauð en einhvern veginn skröltir hún áfram,“ dæsir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi. Hann er að öðru leyti hress og segir hamingjuna eiga heimilisfesti í Flóanum. 20.3.2024 11:41
„Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ „Þetta eru ærumeiðingar, Gunnar Ingi!“ hrópaði Páll skipstjóri Steingrímsson að Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns. Dómari þurfti að sussa á Pál svo málflutningur gæti haldið áfram. 20.3.2024 06:01
Ófagrar sögur af viðskiptum við Base Parking Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig. 16.3.2024 06:01
Leggur til að listamannalaun verði margfölduð Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur lagt í samráðsgátt drög að frumvarpi sem felur í sér að stóraukið framlag ríkisins til listamannalauna. 15.3.2024 10:04
Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14.3.2024 14:51
Semja sérstakan forsetabrag fyrir Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Einar Aðalsteinsson tónlistarmaður sömdu sérstakt lag um hugsanlegt og/eða væntanlegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sínum fyrsta hlaðvarpsþætti. 14.3.2024 13:51
„We lost your keys“ Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum. 14.3.2024 11:21
Kaflaskil í íslenskri menningarsögu Fjöldinn allur af ritfæru fólki minnist nú Matthíasar Johannessen sem andaðist á líknardeild Landsspítalans í vikunni, 94 ára að aldri. 13.3.2024 11:12