

Fréttamaður
Jón Ísak Ragnarsson
Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“?
Þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins stóð í ritdeilum við Össur Skarphéðinsson í gær, kallaði hún Össur „þrautreyndan smjörklípumann.“ Íslenskum stjórnmálamönnum er enda tíðrætt um smjörklípur og smjörklípuaðferðir, gjarnan þegar erfið pólitísk mál eru í deiglunni.

Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi
Svo virðist sem skjálftavirkni við Sundhnúka fari hratt vaxandi. Ellefu skjálftar hafa mælst þar síðustu klukkustundir, og hafa þeir stærstu verið á bilinu 1 - 1,2 að stærð.

Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir það ekki hafa verið af gleðilegu tilefni sem hún væri mætt á ríkisráðsfund. Hún kveðst ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni undanfarna mánuði.

„Leitt að þetta skuli bera svona að“
Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, segir leitt að ráðherraskipan hans skuli bera svona að. Hann muni þó láta verkin tala í ráðherratíð sinni.

Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál.

Vilja breyta lögum um ökuskírteini
Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri.

Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi
Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir.

Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun
Leiðtogafundur ISTP 2025 hefst á morgun mánudag og stendur til miðvikudags. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og Education International standa að fundinum, en 25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu viðkomandi landa.

Kvennaathvarfið á allra vörum
Átakið Á allra vörum á vegum Kvennaathvarfsins hófst í vikunni þegar fyrstu varasettin voru afhent upphafskonum Kvennaathvarfsins. Stefnt er að því að byggja nýtt Kvennaathvarf með átakinu „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“.

Leita áfram við Kirkjusand
Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar.