Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Már Gunnars genginn út

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson er kominn með kærasta. Svo virðist sem hinn heppni heiti Harrison Humby, en í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í dag birti hann mynd af þeim saman og sagðist stoltur af Má, kærasta sínum.

Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin

Fyrrverandi starfsmaður í landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem var sagt upp störfum í vikunni, getur ekki orða bundist yfir framferði embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir að störf þriggja starfsmanna í landamæradeildinni hafi verið lögð niður, og erfitt sé að sjá hvernig embættið ætli að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til deildarinnar í framhaldinu. Konurnar þrjár sem sagt var upp hafi nýlega lýst yfir áhyggjum og óánægju með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildarinnar.

Út­spil bankans sýni að dómurinn auki sam­keppni

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur.

Bíll fór í sjóinn á Ísa­firði

Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. 

Maður varð fyrir skoti í Ár­nes­sýslu

Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og maðurinn fluttur á spítala. Upplýsingar um líðan liggja ekki fyrir.

Myndaveisla: Troð­fullur mið­bær á kvennafrídegi

Fjölmenni var á Arnarhóli í dag þar sem haldið var upp á það að fimmtíu ár væru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 með kvennaverkfalli. Konur um allt land lögðu niður launaða og ólaunða vinnu í tilefni dagsins, og margar yfirgáfu vinnustaði sína klukkan 13:30.

Bandaríkja­menn ræsa út stærsta flug­móður­skip heims

Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi.

Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Lands­banka

Í kvöldfréttum Sýnar verður ítarlega fjallað um kvennaverkfallið sem fór fram í dag. Við förum yfir daginn, sjáum myndir frá deginum í Reykjavík, á Akureyri og á Ísafirði.

Sjá meira