Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23.2.2025 10:48
Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Evrópa fylgist grannt með Þjóðverjum þegar þeir ganga að kjörborðinu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata verði næsti kanslari. 23.2.2025 09:58
Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst. 22.2.2025 17:01
Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. 22.2.2025 15:56
Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar. 22.2.2025 14:49
Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Stjórn Kennarasambandsins hefur skorað á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá sinni afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara. Sveitarfélögin höfnuðu innanhústillögu ríkissáttasemjara í gær, en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og formaður SÍF, hefur sagst hafa stutt tillöguna. 22.2.2025 11:10
Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. 22.2.2025 10:39
Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22.2.2025 10:07
Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Lagt er til að hægt verði að svipta þá ríkisborgararétti sem brjóta alvarlega af sér eða gefa rangar upplýsingar til Útlendingastofnunnar. Engin muni þó missa ríkisborgararétt verði hann við það ríkisfangslaus. 18.2.2025 23:25
Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er ástand hans sagt „flókið.“ Páfinn hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í rúmlega viku og var hann lagður inn á spítala í Róm á föstudaginn vegna einkenna berkjabólgu. 18.2.2025 21:05