
Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“
Það dró til óvæntra tíðinda í umræðuþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag þegar Hallgrímur Helgason sakaði Sólveigu Önnu um að tala eins og Trump, þegar hún sagði alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ Hallgrímur sagðist ekki trúa eigin eyrum þegar hann heyrði skoðanir Sólveigar en baðst að lokum afsökunar á því að hafa sakað hana um Trumpisma.