Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svona verða stórtón­leikar Kaleo í Vagla­skógi

Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð.

Lauga­vegurinn að „deyja úr vel­gengni“

Ísland er leiðandi á sviði ferðamennsku á alþjóðasviðinu og hefur á undanförnum árum laðað að sér gífurlegan fjölda ferðamanna. Laugavegur, ein vinsælasta gönguleið hálendisins, er farin að líða fyrir vinsældirnar vegna margmennis og á í hættu á að „deyja úr velgengni.“

Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í at­vinnu­vega­nefnd

Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst.

Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu

Tveggja hæða rútu var ekið á brú í Manchester í gær með þeim afleiðingum að þakið brotnaði af og minnst fimmtán farþegar fóru á spítala.

Sex spænskar orrustu­þotur á leið til landsins

Sex F-18 orrustuþotur spænska hersins koma til landsins á morgun að sinna gæslu á norðurslóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins. Með vélunum koma 122 hermenn, en 44 eru þegar komnir til Keflavíkur að undirbúa komu þeirra.

Vill vita hvaða samningar eru í undir­búningi gagn­vart ESB

Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi.

Stal bíl og keyrði um flug­brautirnar

Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Hæsta gildi brenni­steins­díoxíðs frá upp­hafi elds­um­brota

Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga.

Sjá meira