Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kennir ís­lensku en fær ekki ríkis­borgararétt að ó­breyttu

Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa.

Segir dregið úr veiðum á grund­velli „Walt Disneylíffræði“

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og þingmaður Flokks fólksins, segir að sveiflur í villtum dýrastofnum séu ofureðlilegar og það sé mikil rörsýn að ætla kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig lundastofnsins. Það sé langsótt að segja að lundastofninn sé í hættu, og þeir sem beiti sér fyrir því að minnka veiðar geri það á grundvelli svokallaðrar Walt Disneylíffræði.

Bruna­rústirnar fjar­lægðar tveimur árum eftir brunann

Samkomulag hefur náðst um niðurrif og uppbyggingu við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði, þar sem iðnaðarhúsnæði brann til kaldra kola í ágúst 2023. Til stendur að fjarlægja brunarústirnar og hefja íbúðauppbyggingu.

Reyndi að stinga lög­reglu af á buggy

Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota.

Bílvelta í Kömbunum

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. 

Kynna drög að nýrri stefnu í heil­brigðis­málum

Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi.

Enginn vilji taka á­byrgð á því hve­nær eigi að loka Reynis­fjöru

Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður segir að hún kom að Reynisfjöru snemma í morgun hafi aðstæður verið gríðarlega erfiðar, en svæðinu hafi þrátt fyrir það ekki verið lokað. Hún hafi haft samband við lögreglu sem hafi sagt að það væri ekki búið að taka ákvörðun um hver tæki ábyrgð á því að loka svæðinu ef svo bæri undir.

Sjá meira