Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kakka­lakkar á göngum Land­spítalans Foss­vogi

Þýskættaðir kakkalakkar dreifðu sér um nýrnadeild Landspítalans fyrir nokkrum vikum, þegar erlendur ferðamaður lagðist þar inn með farangur sinn meðferðis. Spítalinn telur að búið sé að útrýma óværunni og öll starfsemi á deildinni er að komast í eðlilegt horf.

Biluð rúta í Hval­fjarðar­göngum og lokað næstu tvær nætur

Biluð rúta olli því að loka þurfti Hvalfjarðargöngum um sexleytið í kvöld. Hvalfjarðargöngin verða einnig lokuð vegna vinnu frá miðnætti í kvöld þangað til 6:30 í fyrramálið. Göngin verða einnig lokuð á sama tíma aðfararnótt fimmtudags 6. júní. Hjáleið er um Hvalfjarðarveg (47).

Icelandia kol­efnis­jafnar akstur flug­rútunnar

Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions.

Ísrael til­kynnir um dauða fjögurra gísla

Ísraelski herinn hefur tilkynnt um dauða fjögurra manna sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas á Ísrael sjöunda október. Talið er að um áttatíu gíslar séu enn í haldi.

Sakar ríkis­stjórnina um vanfjármögnun lög­reglunnar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að löggæsla ríkisins væri farin að líða verulega fyrir stjórnarstefnu forsætisráðherra. Hún vísaði í umsögn félags yfirlögregluþjóna sem segir að um stöðu lögreglunnar megi segja að þar brenni allir endar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á styrk lögreglunnar, en hafi glímt við áskoranir eins og styttingu vakta og hækkun launa.

Hommahöllin til sölu

Hommahöllin á Neskaupsstað hefur verið sett á sölu, en húsið er norskt kataloghús af fínustu sort. Húsið var síðast starfrækt sem menningarheimili með vinnustofum listamanna og fékk þá í kjölfarið viðurnefnið Hommahöllin.

VG mælist að­eins með þrjú prósent

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent.

Sjá meira