Vill kvittanir frá framboði Höllu Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. 27.5.2024 22:56
Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. 27.5.2024 22:18
Bíða eftir pizzu og potti eftir milljón króna göngu Sex drengir eru í þann mund að klára 111 kílómetra göngu. Um er að ræða lokaverkefni þeirra í tíunda bekk Réttarholtsskóla, en tilgangurinn með göngunni er að styrkja börn á Gaza. Þeir hafa safnað um milljón króna til styrktar málefninu. 27.5.2024 21:25
Háspennubilun í Breiðholti Háspennubilun er í Breiholti í Reykjavík þessa stundina. Hún veldur rafmagnsleysi og þá er heitavatnslaust í hverfinu. 27.5.2024 20:51
Huldumaður bað um skóflu, límband, hanska og kúbein Gæsluvarðhald Péturs Jökuls Jónassonar hefur verið framlengt til átjánda júní næstkomandi, en hann hefur verið ákærður fyrir meintan þátt sinn í stóra kókaínmálinu. 27.5.2024 19:06
Forsetakosningar, kjaradeilur og hundrað kílómetra ganga Íslendingar ganga að kjörborðinu um helgina og spennandi lokametrar í kosningabaráttunni eru fram undan. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mun Heimir Már Pétursson rýna í skoðanakannanir og greina stöðuna. 27.5.2024 18:30
Ungmenni kveiktu í skólabókum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um ungmenni að kveikja eld í Hlíðahverfi í Reykjavík í dag. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að krakkarnir hefðu verið að kveikja í skólabókunum sínum. 27.5.2024 17:10
Grunaður um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur sinni sem hann er sakaður um að hafa framið á heimili þeirra. 26.5.2024 07:30
Sagður hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með steikarpönnu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni, en meint brot áttu sér stað á heimili þeirra í Kópavogi árið 2022, þegar þau voru enn gift. 25.5.2024 08:01
Segir Enok hafa setið fyrir manni sem stakk hann hálfu ári áður Saksóknari vill meina að Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hafi hefnt sín vegna stunguárásar sem hann varð fyrir á nýársnótt 2022 um hálfu ári síðar. Hann er ákærður fyrir tvær líkamsárásir, en sá sem varð fyrir annarri þeirra, Bersi Torfason, var sakfelldur í mars fyrir að stinga Enok í umræddri hnífaárás. 25.5.2024 07:01