Háttsemi dómara ekki saknæm og Isavia fær því enga milljarða Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. 6.5.2024 16:36
Grunaður um að valda konunni áverkum sem leiddu hana til dauða Héraðsdómur Norðurlands eystra staðfesti í dag kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 6.5.2024 15:30
Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd. 6.5.2024 14:59
Sækjast eftir frekara gæsluvarðhaldi vegna andlátsins við Kjarnagötu Lögreglan á Akureyri mun í dag krefjast þess að gæsluvarðhald manns á sjötugsaldri verði framlengt. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið konu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri í lok aprílmánaðar. 6.5.2024 10:52
Hindraði mann sem ætlaði að komast úr bíl við Bónusbúð Karlmaður á fimmtugsaldri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna atviks sem átti sér stað í lok janúar á þessu ári. 6.5.2024 10:16
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. 2.5.2024 23:20
Ekki með mönnum á hennar aldri því „þeir eru allir látnir“ Poppstjarnan Cher gerði gys af einkalífi sínu á dögunum. Tónlistarkonan heimsfræga er orðin 77 ára gömul, en hún á í ástarsambandi við tónlistarframleiðandann Alexander „AE“ Edwards, sem er 38 ára. Þau hafa verið saman frá árinu 2022. 2.5.2024 22:40
Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. 2.5.2024 20:30
Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. 2.5.2024 18:59
Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir brot gegn barnungri stúlku Kolbeinn Sigþórsson hefur verið ákærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Kolbeinn neitar sök, en meint brot á að hafa verið framið í júní fyrir tveimur árum. 2.5.2024 17:10