„Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ Eftir að hafa varið degi í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins skrifaði Elínborg Una Einarsdóttir nokkrar blaðsíður um upplifun sína af námskeiðinu. Lokaorð þessara hugleiðinga Elínborgar voru: „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.“ 25.6.2024 08:30
Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24.6.2024 23:50
Pirates of the Caribbean-leikari lést eftir hákarlaárás Tamayo Perry, brimbrettakappi og leikari, lést eftir að hafa orðið fyrir árás hákarls við strendur Hawaii. 24.6.2024 22:49
Arnar Þór snýr sér að hlaðvarpsgerð Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, héraðsdómari og varaþingmaður, er byrjaður með hlaðvarp á efnisveitunni Brotkast. 24.6.2024 20:05
Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. 24.6.2024 18:08
Skotárásarmaðurinn á Dubliner fær tíu ára dóm Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóm Fannars Daníels Guðmundssonar sem hann hlaut vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars á síðasta ári og vegna frelsissviptingar og nauðgunar. 21.6.2024 15:50
Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn. 21.6.2024 15:46
Faðir handtekinn á nærbuxunum á heimili sonar Íslenska ríkið þarf að greiða manni 170 þúsund krónur vegna handtöku sérsveitarinnar á honum árið 2022. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati dómsins var handtakan sjálf lögmæt en vegna þess að maðurinn varð fyrir skaða vegna hennar á hann rétt á bótum. 21.6.2024 13:34
Landsmenn fái að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að sér þætti eðlilegt ef landsmönnum gæfist kostur á að senda umsagnir um þá einstaklinga sem Alþingi greiðir atkvæði um hvort fái ríkisborgararétt hér á landi. 20.6.2024 16:58
Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. 20.6.2024 15:25