Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17.8.2023 10:54
Spjallþáttastjórnandinn Parkinson látinn Breski spjallþáttastjórnandinn Michael Parkinson er látinn, 88 ára að aldri. Ferill Parkinson í sjónvarpi spannaði sjö áratugi og ræddi hann við flestar skærustu stjörnur síns tíma. 17.8.2023 09:56
Hækka viðbúnað vegna hryðjuverka í Svíþjóð Sænska öryggislögreglan SÄPO ætlar að hækka viðbúnað vegna hryðjuverkaógnar upp á næsthæsta stig í dag. SAPO boðar til blaðamannafundar síðar í dag til þess að ræða versnandi stöðu öryggismála í landinu. 17.8.2023 09:23
Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi. 17.8.2023 08:43
Evrópusambandsríkin drógu úr losun þrátt fyrir hagvöxt Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæplega þrjú prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið á tímabilinu samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Hún jókst þó í sex ríkjum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. 16.8.2023 15:27
Kynna drög að frjálslegri lögum um kannabis í Þýskalandi Þýska ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á lögum og reglum um vörslu og sölu á kannabisefnum. Fái málið framgang á þingi mega einstaklingar eiga neysluskammta og rækta allt að þrjár kannabisplöntur. 16.8.2023 14:12
Sækist eftir að sitja áfram á Spáni Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, segist ætla að biðja neðri deild þingsins um að leggja blessun sína yfir nýja minnihlutastjórn í kjölfar þingkosningana í síðasta mánuði. Hvorug blokkin í spænskum stjórnmálum náði hreinum meirihluta og stjórnarmyndun gengur treglega. 16.8.2023 12:31
Murdoch kominn með nýja upp á arminn Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er sagður byrjaður að hitta nýja konu, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann sleit skyndilega trúlofun sinni við íhaldssaman útvarpsþáttastjórnanda. Nýja parið hefur siglt um Miðjarðarhafið undanfarnar vikur. 16.8.2023 11:42
Vill að talibanar verði sóttir til saka fyrir brot á rétti stúlkna Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í menntamálum segir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að sækja talibana til saka fyrir að banna stúlkum að mennta sig og stunda vinnu. Það telur hann glæp gegn mannkyninu. 16.8.2023 11:13
Móðir drengs sem skaut kennara játar sig seka um vanrækslu Saksóknarar í Virginíu í Bandaríkjunum felldu niður hluta ákæru á hendur móður drengs sem skaut kennarann sinn í skóla í janúar eftir að hún samþykkti að játa sig seka um glæpsamlega vanrækslu. 16.8.2023 10:15