Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Aðstoðarmaður lygna þingmannsins ákærður fyrir svik og pretti

Fyrrverandi aðstoðarmaður George Santos, alræmds fulltrúadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, var ákærður fyrir að þykjast vera háttsettur aðstoðarmaður eins leiðtoga flokksins þegar hann safnaði fé fyrir Santos í gær. Þingmaðurinn er sjálfur ákærður fyrir fjársvik og fleiri glæpi.

Evrópu­sam­bands­ríkin drógu úr losun þrátt fyrir hag­vöxt

Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæplega þrjú prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið á tímabilinu samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Hún jókst þó í sex ríkjum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Sækist eftir að sitja áfram á Spáni

Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtogi sósíalista, segist ætla að biðja neðri deild þingsins um að leggja blessun sína yfir nýja minnihlutastjórn í kjölfar þingkosningana í síðasta mánuði. Hvorug blokkin í spænskum stjórnmálum náði hreinum meirihluta og stjórnarmyndun gengur treglega.

Mur­doch kominn með nýja upp á arminn

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er sagður byrjaður að hitta nýja konu, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann sleit skyndilega trúlofun sinni við íhaldssaman útvarpsþáttastjórnanda. Nýja parið hefur siglt um Miðjarðarhafið undanfarnar vikur.

Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa

Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta.

Hægja á vef­síðum fyrir­tækja sem Musk er illa við

Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á.

Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui

Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku.

Sjá meira