Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Aug­ljósir hags­munaá­rekstrar að lyf­sali skrifi upp á lyf

Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna.

Skip­stjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnar­kant

Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Webb sér al­heiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða

Athuganir öflugasta geimsjónauka sögunnar staðfesta enn á ný að alheimurinn þens út hraðar en staðallíkan eðlisfræðinnar getur útskýrt. Eftir sitja stjarneðlisfræðingar í súpunni, engu nær um hvers vegna herðir á útþenslunni.

Telja sólar­orku ekki vera auð­lind

Gagnavinnslufyrirtæki á Suðurnesjum var synjað um rannsóknarleyfi fyrir mögulegt sólarorkuver á Miðnesheiði. Orkustofnun taldi sólarorku og vinnslu hennar ekki falla undir skilgreiningu á auðlindum í lögum.

Stefnu Sam­skipa gegn Eimskipi vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið.

Spá veikri og skamm­lífri „stelpu“ í Kyrra­hafi

Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni.

Mega hafa einn sund­laugar­vörð á vakt í Vík í Mýr­dal

Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess.

Sjá meira