
Auðkýfingurinn ekki lengur grunaður um dauða eiginkonunnar
Saksóknarar í Noregi hafa fellt niður rannsókn á Tom Hagen, auðkýfingi, sem var sakaður um að myrða eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen. Engar sannanir hafi komið fram um að Hagen hafi borið ábyrgð á hvarfi hennar fyrir sex árum.