Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump

Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“.

Átta látnir eftir gísla­töku í rúss­nesku fangelsi

Leyniskyttur skutu fjóra fanga til bana sem tóku fangelsisstarfsmenn til fanga og stungu fjóra til bana í Vogograd-héraði í Rússlandi í dag. Fangarnir lýstu sjálfum sér sem vígamönnum Ríkis íslams í myndbandi sem þeir birtu á netinu.

Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós

Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar.

Ók fram af kanti og lenti ofan á þaki á öðrum bíl

Engan sakaði þegar ökumaður ók fram af háum kanti í bílastæði þannig að bíll hans hafnaði ofan á þakinu á annarri bifreið sem var lagt fyrir neðan. Töluverðar skemmdir urðu aftur á móti báðum bílum.

Glóandi hraun í nátt­myrkrinu

Þrátt fyrir hvassviðrið á Reykjanesi náði Björn Steinbekk, myndatökumaður, glæsilegum myndum úr lofti af nýju hrauninu sem rennur nú á Sundhnúksgígaröðinni. Þar sést glóaandi hraunið flæða í myrkrinu.

Grinda­vík ekki í hættu ef fer sem horfir

Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra.

Teygir sig frá Grinda­vík ó­líkt fyrri gosum

Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands.

Vaktin: Eld­gos hafið

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 fimmtudaginn 22. ágúst eftir að  öflug jarðskjálftahrina byrjaði klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar.

Al­tjón á véla­skemmu í bruna við Stokks­eyri

Vélaskemma á jörðinni Hoftúni II rétt norðan við Stokkseyri varð eldi að bráð nú síðdegis. Enn er unnið að því að slökkva í glæðum en slökkviliðsstjóri segir töluvert af búnaði hafi brunnið inni, þar á meðal ferðaþjónustubifreið sem verið var að gera við.

Sjá meira