„Alveg fráleitt að við séum að velja gamla skólafélaga“ Formaður nefndar um hæfni dómara vísar á bug gagnrýni þess efnis að klíkuskapur ráði við val nefndarinnar á dómurum. Hann kveður gagnrýnina ómaklega og segir hana nær eingöngu komna frá einum manni. 16.5.2021 14:00
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16.5.2021 13:41
Fyrsta flugið verður til London í lok júní Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. 16.5.2021 12:33
Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. 16.5.2021 10:30
Fimm greindust með veiruna innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Flestir þeirra eru búsettir á Norðurlandi. 16.5.2021 10:29
Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. 15.5.2021 20:31
Stefna á að klára varnargarðana á morgun Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun. 15.5.2021 19:16
Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. 15.5.2021 18:56
Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15.5.2021 14:30
Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15.5.2021 14:07