Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjórir greindust með veiruna innanlands

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta.

Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli.

Hættu snarlega við öll páskaplön

Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra.

Bið­listar myndast í sólar­landa­ferðir

Íslendinga virðist marga þyrsta í ferðalög um þessar mundir, að sögn framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. Biðlistar hafa myndast í sólarlandaferðir, sem eru þó mun færri nú en í eðlilegu árferði.

Spurðu Kára út í kjafta­sögurnar

Liðsmenn FM95 Blö fengu Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í ítarlegt viðtal í þætti dagsins. Þar var Kári meðal annars spurður út í kjaftasögur sem gengið hafa um afrek hans á körfuboltavellnum – og ýmislegt annað.

Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp

Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna.

Sjá meira