Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6.4.2021 10:50
Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli. 6.4.2021 08:54
Hættu snarlega við öll páskaplön Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. 30.3.2021 21:15
Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29.3.2021 21:01
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29.3.2021 19:18
Utan sóttkvíar með þrjár mismunandi tegundir breska afbrigðisins Sóttvarnalæknir segir þá sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar um helgina með þrjár mismunandi gerðir af breska afbrigði veirunnar. Ekki hafi tekist að rekja þessi smit, sem sé áhyggjuefni. 29.3.2021 12:24
Biðlistar myndast í sólarlandaferðir Íslendinga virðist marga þyrsta í ferðalög um þessar mundir, að sögn framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. Biðlistar hafa myndast í sólarlandaferðir, sem eru þó mun færri nú en í eðlilegu árferði. 26.3.2021 23:31
Spurðu Kára út í kjaftasögurnar Liðsmenn FM95 Blö fengu Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í ítarlegt viðtal í þætti dagsins. Þar var Kári meðal annars spurður út í kjaftasögur sem gengið hafa um afrek hans á körfuboltavellnum – og ýmislegt annað. 26.3.2021 23:00
Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. 26.3.2021 21:31
Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26.3.2021 21:05