Fyrsta myndin af gosinu: Sprungan virðist 200 metra löng Syðri endi hrauntungunnar sem rennur úr gosinu er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Meðfylgjandi er fyrsta myndin sem birt er af gosinu. 19.3.2021 23:09
„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík. 19.3.2021 22:58
Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins. 18.3.2021 15:26
Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. 18.3.2021 14:36
Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. 18.3.2021 10:28
Þessar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tók gildi á miðnætti. Reglur haldast að mestu óbreyttar frá því sem fyrir var, utan þess að skerpt er á skráningu gesta á viðburði, veitingar eru bannaðar í hléi og gæta þarf betur að sóttvörnum við hlaðborð. 18.3.2021 08:52
Foreldrar vilja framkvæmdir í Fossvogsskóla: „Börnin verða að fá að njóta vafans þegar kemur að heilsufari“ Ósáttir foreldrar barna í Fossvogsskóla funduðu í dag með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna myglu í skólanum. Þykir mörgum sinnuleysi einkenna viðbrögð þeirra sem ráða og hafa 250 foreldrar skrifað undir áskorun um að skólanum verði lokað og framkvæmdir til þess að uppræta mygluna hefjist þegar í stað. 17.3.2021 21:00
Guðjón hættir á þingi Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar mun ekki gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður nú í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðjóni sem send var fjölmiðlum nú síðdegis. 17.3.2021 15:51
Einn lagður inn með Covid í nótt Einn var lagður inn á Landspítala vegna Covid-sýkingar í nótt. Innlögnin er sú fyrsta vegna Covid í nokkrar vikur, að sögn yfirlæknis. Enginn lá inni á spítalanum með Covid í gær. 17.3.2021 14:47
Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. 17.3.2021 14:01