Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27.5.2020 23:35
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26.5.2020 22:53
Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. 26.5.2020 09:36
Göngustígar við Skógafoss lagðir ull af íslensku sauðfé Ull íslensku sauðkindarinnar hefur fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss. Ullinni þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. 25.5.2020 21:35
Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25.5.2020 09:15
Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24.5.2020 07:08
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23.5.2020 13:40
Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22.5.2020 17:17
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22.5.2020 12:28
Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22.5.2020 09:38