fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun

Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda.

Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni

Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana.

Undirbúa hátíð vegna hálfrar aldar afmælis einvígis Fischers og Spasskís

Heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen, er meðal þeirra sem ætla að heiðra Ísland í tilefni þess að hálf öld verður liðin frá því Bobby Fischer og Boris Spasskí háðu „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll. Aldrei áður hafði nafn Reykjavíkur komist eins rækilega í heimsfréttirnar eins og þær vikur sumarið 1972 sem þeir Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák á tíma þegar kalda stríðið milli stórveldanna var í hámarki.

Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar

Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns.

Stærsta herskip sem sést hefur á Íslandi við bryggju í Reykjavík

Stærsta herskip sem komið hefur til Íslands og flaggskip breska sjóhersins, flugmóðurskipið Prince of Wales, verður í Reykjavík fram á föstudag. Koma skipsins tengist þó ekki varnaræfingunni Norður-Víkingi heldur er liður í reynslusiglingum skipsins um Norður-Atlantshaf.

Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum

„Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir.

Kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju

Ný áburðarverksmiðja gæti risið á Íslandi. Þrjú fyrirtæki, HS Orka, Kaupfélag Skagfirðinga og Fóðurblandan, hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju til framleiðslu á tilbúnum áburði og er stefnt að niðurstöðu í haust.

Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin

Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins.

Sjá meira