Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2.9.2021 14:02
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2.9.2021 11:49
Þessi flugvél gæti orðið sú fyrsta rafknúna í íslensku atvinnuflugi Flugskóli Reykjavíkur hefur samið um kaup á þremur eFlyer-kennsluflugvélum sem knúnar eru rafmagni. Áætlað er að þær verði afhentar skólanum eftir tvö til þrjú ár og gætu þær þá orðið fyrstu rafmagnsflugvélarnar í atvinnuflugi hérlendis. 31.8.2021 22:44
Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. 31.8.2021 20:40
Fundu minjar frá landnámi um fiskverkun á Seyðisfirði Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft í Seyðisfjarðarbæ eru komnir niður á mannvirki frá landnámsöld sem virðist hafa verið nýtt til fiskverkunar. Fornminjarnar fundust undir skriðu sem féll fyrir sexhundruð árum. 30.8.2021 22:44
Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. 30.8.2021 20:58
Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29.8.2021 06:45
Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28.8.2021 13:13
Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27.8.2021 10:34
Gunnólfsvík sögð ákjósanleg sem öryggis- og leitarhöfn norðurslóða Lagabreyting sem utanríkisráðherra kynnti fyrr á árinu um að skilgreina Gunnólfsvík á Langanesi sem öryggissvæði fyrir Landhelgisgæsluna hefur vakið spurningar um hvort hugmyndin sé að taka svæðið frá undir flotahöfn NATO. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir þetta ákjósanlegan stað fyrir öryggis- og leitarhöfn vegna norðurslóða. 24.8.2021 22:44