fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi

Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland.

Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds

Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis.

Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut

Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut.

Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili

Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi.

Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis

Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili.

Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð

Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor.

Grænlenskar riffilstúlkur til barnaverndarnefndar

Grænlensku stúlkurnar þrjár, sem lögregla handók í gær fyrir að skjóta á þorpið Ikamiut við Diskó-flóa, hafa verið færðar í umsjón barnaverndaryfirvalda. Þær reyndust allar undir átján ára aldri og teljast því vera börn í skilgreiningu laganna.

Grænlenskar stúlkur létu riffilskotin vaða

Uppnám varð í þorpinu Ikamiut á vesturströnd Grænlands í dag þegar þrjár stúlkur á stolnum báti tóku upp á því að skjóta á þorpið af bátnum utan við höfnina. Íbúar voru beðnir um að halda sig frá hafnarsvæðinu meðan beðið væri aðstoðar lögreglu.

Sjá meira