Fær geymsluna á bílnum og þrifin endurgreidd að fullu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að því að fyrirtæki sem sér um geymslu og þrif bifreiða á meðan fólk ferðast þarf að endurgreiða manni 38.900 krónur og greiða 35 þúsund krónur í málskostnaðargjald. 11.1.2024 08:00
Hjólastólalyftan ítrekað biluð vegna of þungra hjólastóla Hjólastólalyfta í kvikmyndahúsinu á Akureyri er ítrekað biluð því of þungir rafmagnsstólar fara í hana. Lyftan er aðeins gerð fyrir stóla sem eru ekki rafmagnsstólar. Aðgengismál eru misjöfn eftir kvikmyndahúsum Sambíóanna en best í Egilshöll og Kringlunni. 11.1.2024 07:00
Hefði frestað barneign hefði hún vitað af barnabanni Einstæð móðir með barn á brjósti þarf að velja á milli þess að segja sig úr áfanga í fjarnámi í leikskólafræði við Háskólann á Akureyri eða sætta sig við lægri einkunn. Ástæðan er sú að ekki er leyfilegt að vera með barn í kúrsinum. Forsvarsmenn HA segja reynt að koma til móts við foreldra en gæta þurfi hagsmuna annarra nemenda um leið. 11.1.2024 06:45
Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10.1.2024 17:25
Enn tveimur skrefum frá sameiningu skólanna Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri segir að enn eigi eftir að klára samtalið um samruna áður en verði af honum. Tilkynnt var í dag Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður. 9.1.2024 16:02
Norðmenn líklega fyrstir til að samþykkja djúpsjávarnámugröft Norðmenn verða líklega þeir fyrstu til að hefja djúpsjávargröft eftir mikilvægum málmum. Málið er á dagskrá norska þingsins í dag. Það er nokkuð umdeilt að grafa eftir málmum á botni hafsins en mikil þörf er slíkum málmum í ýmis tæki. 9.1.2024 10:56
Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. 9.1.2024 08:36
Sambíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga. 4.1.2024 23:32
Veitingahúsið Ítalía flytur Veitingahúsið Ítalía sem hefur um árabil verið staðsett á Laugavegi er nú lokað vegna flutninga. Veitingahúsið opnar aftur síðar í janúar á Frakkastíg 8b. Þar var áður rekið veitingahúsið Reykjavík Meat by Maison en því var nýlega lokað. 4.1.2024 23:03
Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 4.1.2024 22:53