Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13.9.2023 20:39
Katrín segir krefjandi að vera í „óvenjulegri ríkisstjórn“ Forsætisráðherra flutti stefnuræða sína í kvöld á þingi. Hún fór yfir stóru málin í vetur og þau verkefni sem framundan eru. Hún sagði ríkisstjórnina óvenjulega en að þeim gengi vel að vinna saman. Þau myndu halda því áfram. 13.9.2023 20:12
Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. 12.9.2023 14:56
Frjósemi stór partur af sjálfsmynd fólks og erfitt þegar hún bregst Karlar og konur sem greinast með krabbamein eru líklegri til að glíma líka við ófrjósemi. Frjósemi er stór partur af sjálfsmynd fólks og margir sem taka henni sem sjálfsögðum hlut. Aldís Eva Friðriksdóttir er ein fimm fyrirlesara á málþingi um ófrjósemi og krabbamein síðar í dag. 12.9.2023 14:09
Eldgosin upphaf elda á Reykjanesskaganum Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. 12.9.2023 11:56
Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 12.9.2023 09:45
Sáu borgarískjaka í gærkvöldi vestur af landinu Borgarísjaki sást í um 80 kílómetra fjarlægð frá Hornströndum í gærkvöldi. 12.9.2023 08:19
Norðmaðurinn dæmdur fyrir ósæmilega meðferð á líki Norskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í Svíþjóð. Hann geymdi lík sambýliskonu sinnar í frysti á sveitabæ sínum í fimm ár. 11.9.2023 13:47
Kafarar á leið að skipinu til að meta skemmdir Kafarar eru á leið að þýsku flutningaskipi sem liggur nú við Sundabakka. Mengunargirðing er umhverfis skipið vegna gruns um olíuleka. Búið er að staðfesta skemmdir á skipinu en ekki umfang þeirra. 11.9.2023 10:36
Samhæfa leitaraðgerðir með innlendum og erlendum teymum Leitarteymi frá Bretlandi, Spáni, Sameinaða arabíska furstadæminu og Katar eru komin eða á leiðinni til Marokkó til að aðstoða við leit og björgun. Tala látinna hækkar enn og fjöldi slasaðra. 11.9.2023 09:02