Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Lofts­son

Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. 

Hollywood-stjörnur hóta snið­göngu verði hval­veiðar leyfðar á ný

Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef verður af sniðgöngu Hollywood-leikara og framleiðenda vegna hvalveiða. Matvælaráðherra kynnir ákvörðun sína á morgun. Ef hún leyfir hvalveiðir aftur ætlar hópur Hollywood leikara ekki að koma með verkefni sín til Íslands.

Fæstir til­búnir að hætta alveg að neyta vímu­efna

Sérfræðingur í skaðaminnkun frá Bandaríkjunum segir þær aðferðir og meðferðir sem standi vímuefnanotendum til boða úreltar og oft gagnslausar. Hann er á landinu til að fræða um nýja aðferð þar sem fólki er boðið í meðferð jafnvel þótt það sé enn í neyslu.

Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni

Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum.

Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa

Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar.

„Þau eyðilögðu mig og brutu mig“

Tvítugur maður frá Túnis sem býr í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni á þrjá daga eftir í úrræðinu og veit ekki hvað tekur svo við. Hann hefur verið á Íslandi í fimm ár og segist vera miklu meiri Íslendingur en Túnisi.

Hundrað sinnum á bráða­mót­tökuna vegna sýkinga á einu ári

Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 

„Hér er mann­úðar­krísa“

Tuttugu og átta félagasamtök funduðu í dag um málefni flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu. Félagsmálaráðherra var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mætti en hann sagði það ekki stefnu stjórnvalda að fólk sé á götunni og að verið sé að vinna að lausn með sveitarfélögum.

Sjá meira