Erfitt fyrir konur að fara frá heimili í langan tíma fyrir fæðingu Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Heiðdís Anna Marteinsdóttir, verðandi ljósmóðir, segja fæðingarþjónustu á landsbyggðinni ábótavant. Heiðdís og Unnur fóru yfir stöðuna í faginu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 7.6.2024 09:53
Íbúar óttast nýtt hverfi og að ekki verði tekið tillit til þeirra Hópur íbúa í Garðabæ skoðar nú að stofna hagsmunasamtök til að mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu í Arnarlandi í Garðabæ. Sigurður Hólmar Jóhannesson er hluti af þeim hópi. Hann mætti á fund bæjarstjórnar í dag, ásamt um þrettán öðrum, til að mótmæla samráðsleysi við íbúa. Hann segir íbúa ekki mótfallna uppbyggingu á svæðinu en þau telji að hún ætti að vera meira í takt við það sem fyrir er. 6.6.2024 23:55
Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6.6.2024 22:45
Tilkynnt um ungmenni með byssur í 101 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í dag vegna ungmenna með byssur í miðborg eða Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Í dagbók lögreglu segir að komið hafið svo í ljós að um var að ræða krakka í „byssu og bófa leik“. Lögreglan sinnti fjölda annarra verkefna í dag varðandi ýmis mál. 6.6.2024 22:09
Gaman að gefa þeim sviðið sem ekki eru oft þar Listahátíð Reykjavíkur stendur nú yfir og eru fjölbreyttar sýningar um allan bæ. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður leit við í Borgarleikhúsið í kvöldfréttunum á Stöð 2 í kvöld þar sem fór fram æfing á nýju dansverki sem sýnt er á Listahátíð í ár. 6.6.2024 21:01
Næsta gusa lendi á landinu annað kvöld Langvarandi veðurviðvaranir eiga loks að falla úr gildi í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra en gul viðvörun á vestan-, norðan, og austanverðu landinu. 6.6.2024 20:41
Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019 Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023. 6.6.2024 19:19
Fjárfesta fyrir þrjá milljarða í Reykjanesbæ og Hafnarfirði Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038. 6.6.2024 18:41
Netþrjótar sem herja á Ísland og heyskapur í viðvörunum Staðfest dæmi eru um að hér á landi starfi hópar netþrjóta sem ganga erinda erlendra ríkja á borð við Rússland, Kína, Íran og Norður-Kóreu. Nokkur atvik hafa komið upp þar sem njósnað er um íslenska stjórnsýslu og fyrirtæki að sögn netöryggissérfræðinga. 6.6.2024 18:01
Slökktu eld á Austur-Indíafjelaginu Allt tiltækt slökkvilið var kallað út klukkan 17.23 í dag vegna bruna á veitingastaðnum Austur-Indíafjelaginu á Hverfisgötu 56 í miðbæ Reykjavíkur. Loka þurfti fyrir umferð á meðan slökkvilið vann á vettvangi. Stuttan tíma tók að slökkva eldinn sem kviknaði í skorsteini í húsinu. 6.6.2024 17:48