Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Forstjóri Icelandair segir ótækt að svo fámennur hópur eins og flugumferðarstjórar eru geti lokað landinu. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld. Kjaradeilan er í algjörum hnút en engin niðurstaða fékkst á síðasta fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og er fyrsta vinnustöðvun boðuð á morgun. 18.10.2025 19:27
Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. 18.10.2025 18:09
Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, segir það ekki rétt sem kom fram í máli Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í umræðum um Ljósið að það hafi verið undirritaður nýr samningur um fjárveitingar til Ljóssins. Sjúkratryggingar og Ljósið hafi aðeins komist að samkomulagi um fjármagn þessa árs og samningurinn sé til skamms tíma eins og áður. 16.10.2025 14:06
Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Fasteignaeigendum hefur fjölgað undanfarið hjá umboðsmanni skuldara. Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir það mikið áhyggjuefni. Málin séu oft flóknari en hjá þeim sem eigi lítið. Hún segir heildarfjölda ekki hafa fjölgað hjá þeim en umsóknir á árinu eru um 500. 16.10.2025 11:26
Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Nýtt leiksvæði fyrir börn, innblásið af veröld Tulipop, hefur verið opnað á Keflavíkurflugvelli (KEF). Leiksvæðið er staðsett við veitingasvæðið Aðalstræti þar sem gengið er inn í aðra hæð nýrrar austurálmu flugvallarins. Á sama svæði eru einnig gagnvirk leiktæki. 16.10.2025 10:33
ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík og nágrenni vegna lokunar kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Í ályktun miðstjórnar, sem samþykkt var á fundi þeirra í gær, hvetur stjórnin stjórnvöld til að bregðast við hið fyrsta þannig að unnt verði að hefja rekstur fyrirtækisins á ný. 16.10.2025 10:17
Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri. 16.10.2025 08:55
Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Einn var vistaður í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Alls gistu fjórir í fangaklefum lögreglunnar í nótt eða gærkvöldi og voru alls 45 mál skráð í kerfið lögreglunnar frá klukkan 17 og til fimm í morgun. 16.10.2025 08:24
Hæg breytileg átt og dálítil væta Hæð er yfir bæði Grænlandi og Bretlandi og milli þeirra er hæðarhryggur, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Hann segir að líkt og gjarnan fylgi háum loftþrýstingi sé hægur vindur á landinu en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu á bæði Vestfjörðum og Ströndum. Vestan- og sunnanlands blási röku lofti af hafi og því verður skýjað og víða súld þar, en norðan- og austantil er að mestu leyti léttskýjað. 16.10.2025 08:19
Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Einstæðir foreldrar með meðallaun sem þurfa meira en átta tíma dvöl barns í leikskóla og þurfa að nota alla skráningardaga leikskóla í Reykjavík geta búist við því á því að leikskólagjöld þeirra hækki um allt að 185 prósent verði af fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskóla í Reykjavík. Gjöld þeirra sem geta sótt klukkan 14 eða fyrr á föstudögum lækka í nýrri gjaldskrá, stundum verulega. 16.10.2025 06:46