„Lausa skrúfan“ seld á Akureyri „Lausa skrúfan“ er yfirskrift á átaki hjá Grófinni geðrækt á Akureyri, sem hefst í næsta mánuði í þeim tilgangi að tryggja enn frekar starfsemi Grófarinnar, sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi. 23.1.2025 13:45
Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. 22.1.2025 21:03
Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Það er ekki á hverjum degi, sem það sést prammi sigla á Ölfusá við Selfoss en það gerðist þó í dag þegar byrjað var að flytja vélar og tæki í Efri Laugardælaeyju til að hefja jarðvegsrannsóknir á eyjunni en nýja Ölfusárbrúin mun meðal annars fara þar yfir. 21.1.2025 21:04
Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin. 19.1.2025 21:04
Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Mikil ánægja er hjá íbúum Sveitarfélagsins Voga því ný heilsugæslustöð var að opna í bæjarfélaginu en engin slík stöð hefur verið þar eftir Covid. 18.1.2025 21:07
Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Ærslabelgur og aparóla eru efst á óskalista hjá börnum og unglingum á Hvolsvelli en það mál og fleiri munu þau ræða á Barna- og ungmennaþingi, sem haldið verður á morgun sunnudag. 18.1.2025 15:04
Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Þeir sextíu heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi eru heppnir því þar er starfsmaður frá Filippseyjum, sem syngur fyrir þá við umönnunarstörfin sín og stundum heldur starfsmaðurinn tónleika fyrir allt fólkið og þá er sungið og dansað af mikilli innlifun. 17.1.2025 20:05
Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Þúsundir hektara lands eru á floti eftir flóð í Ölfusá í Arnarbælishverfinu svonefnda í Ölfusi í dag. Nokkrir íbúar á sveitabæjum þar eru innlyksa í húsum sínum vegna flóðsins. 16.1.2025 20:04
Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Brosið fer ekki af geitabónda á Suðurlandi þessa dagana því tveir kiðlingar voru að koma í heiminn, sem hafa fengið nöfnin Frosti og Snær. Tveir geithafrar eru grunaðir um að vera feður kiðlinganna, annars vegar Lennon og hins vegar Lubbi. 12.1.2025 21:04
Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verða haldnir styrktartónleikar fyrir ungan bónda undir Eyjafjöllum og fjölskyldu hans en bóndinn slasaðist alvarlega í umferðarslysi undir Eyjafjöllum í síðasta mánuði. Þrír hryggjarliðir og fjórir hálsliðir brotnuðu meðal annars í bóndanum. 12.1.2025 12:18