Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. 18.7.2025 20:03
Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Það hefur verið meira en nóg að gera hjá heimamönnum í Hrísey við að taka á móti ferðamönnum í eyjuna í sumar en Hríseyjarferjan Sævar siglir margar ferðir á dag á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. 17.7.2025 20:05
„Ég var örugglega getinn í Land Rover“ 27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp. 15.7.2025 20:04
Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. 13.7.2025 20:03
Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Það var mikil hátíð við Olís á Arnbergi á Selfossi í morgun þegar sjálfvirk þvottastöð fyrir bíla var opnuð formlega en um er að ræða Glans þvottastöð í eigu Olís. 12.7.2025 13:04
Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar er ekki bara forstöðumaður því hann tekur oft gítarinn sinn með sér í vinnuna og spilar þá og syngur fyrir gesti laugarinnar. Mikil ánægja er með framtakið. 11.7.2025 20:05
Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. 11.7.2025 08:06
Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Liturinn á hestinum Prins Greifa í Vestur Landeyjum vekur alltaf mikla athygli en hann er Brún ýruskjóttur varblesóttur og eini hesturinn hér á landi með þannig litasamsetningu. 6.7.2025 20:07
Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Rabarbari og allt það helsta í kringum þá plöntu verður í aðalhlutverk á Árbæjarsafni í dag því þar fer fram fræðsla og verklega kennsla í flestu því sem kemur að því að búa til rabarbaragarð, hugsa um garðinn, taka upp rabarbara og að útbúa rabarbarasultu. 6.7.2025 12:21
Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið. 5.7.2025 18:07