Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið. 15.9.2025 20:05
Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. 14.9.2025 20:04
40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Biskup Íslands verður í Þorlákshöfn í dag en ástæðan er 40 ára afmæli Þorlákskirkju en sérstök hátíðarmessa af því tilefni verður klukkan 14:00. Þá verða nokkrir viðburðir á næstu dögum og vikum í tilefni afmælisins, meðal annars tónleikar með Lúðrasveit Þorlákshafnar. 14.9.2025 12:16
Sungið og sungið í Tungnaréttum Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. 13.9.2025 20:05
Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. 13.9.2025 14:03
Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sláturtíðin er hafin á fullum krafti hjá SS á Selfossi en reiknað er með að slátra um hundrað þúsund lömbum í haust. 110 erlendir starfsmenn hafa verið ráðnir sérstaklega í sláturtíðina, flestir frá Póllandi. 10.9.2025 20:42
Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Eldri borgarar á Selfossi eru duglegir að hreyfa sig því að stór hópur þeirra mætir í leikfimi tvisvar í viku í sérstaka heilsueflingu undir stjórn íþróttakennara. Leikfimin kostar ekki krónu, allt í boði Sveitarfélagsins Árborgar. 7.9.2025 20:05
Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Ljósanótt í Reykjanesbæ náði hápunkti sínum í gærkvöldi með stórtónleikum, sem haldnir voru undir berum himni og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðinni lýkur í kvöld með Ljósanæturmessu með Bjartmari Guðlaugssyni. 7.9.2025 13:04
Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum. 6.9.2025 20:05
Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Það verður mikið um að vera á Flúðum og nágrenni í dag því þá fer fram uppskeruhátíð Hrunamannahrepps. Hægt verður að versla ný upptekið grænmeti frá garðyrkjubændum og svo verður opið hús á nokkrum stöðum og Flúðasveppir ætla að leyfa gestum og gangandi að skoða inn í sveppa klefa hjá sér. 6.9.2025 12:13