Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri

Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári.

„Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum

Hann er stoltur af því að vera „Drullusokkur“ númer eitt en hér erum við að tala um Tryggva Sigurðsson, sem er einn af stofnendum bifhjólasamtakanna „Drullusokkar“ í Vestmannaeyjum. Tryggvi er líka mikill listasmiður þegar kemur að bátslíkönum.

Rikka er alsæl sem bifreiðasmiður og bílamálari

Það færist sífellt í vöxt að ungar konur læri að verða bílamálarar eða bílasmiðir. Gott dæmi um það er Rikka Sigríksdóttir, 21 árs, sem var að útskrifast með hæstu einkunn, sem bifreiðasmiður. Áður hafði hún lært bílamálun þar sem hún fékk líka hæstu einkunn.

Syngjandi 85 ára flakari í Hafnarfirði

Magnús Þorsteinsson í Hafnarfirði er ekkert á því að slaka á eða taka því rólega á sínum eldri árum því hann er 85 ára gamall og vinnur við flökun alla daga í frystihúsi í bæjarfélaginu. Hann sér líka um að kenna erlendu starfsfólki að flaka. Þegar þannig liggur á Magnúsi þá brestur hann í söng í vinnslusalnum.

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu

Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri.

Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga

Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta.

Margverðlaunað jólahús á Selfossi

Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt.

Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala

„Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót.

Mögnuð tólf ára söngstelpa á Selfossi

Þrátt fyrir að Bryndís Embla Einarsdóttir á Selfossi sé ekki nema tólf ára gömul þá hefur hún sungið í kórum í fimm ár. Hún hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og er fengin til að syngja við hin ýmsu tækifæri. Henni finnst „Faðir vorið“ fallegasta lagið, sem hún syngur.

Sjá meira