Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frægir fundu ástina 2025

Ástin spyr ekki um aldur, ástin spyr ekki um störf og hún skýtur stundum upp kollinum þegar maður á síst von á því. Fjöldi fólks fann ástina á árinu sem er að líða og rötuðu samböndin nýju stundum í fréttirnar.

Flýta jólasýningunni um klukku­tíma vegna lengdar

Á annan dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið harmleikinn Óresteiu eftir Benedict Andrews. Jólafrumsýningin verður í fyrsta sinn ekki á stóra sviðinu heldur í Kassanum og hefst klukkutíma fyrr en vanalega enda rúmir fjórir tímar að lengd.

Pete orðinn pabbi

Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Elsie Hewitt eru orðin foreldrar eftir að dóttir þeirra, Scottie Rose Hewitt Davidson, kom í heiminn 12. desember síðastliðinn.

Vangreiðslugjald orð ársins 2025

Árnastofnun hefur valið orðið vangreiðslugjald sem orð ársins í ár. Um er að ræða gjald sem bílastæðafyrirtæki innheimta þegar ekki er greitt fyrir gjaldskylt bílastæði innan tiltekins tímaramma. Önnur orð sem komu til greina voru tollastríð, fjölþáttaógnir, gímald, kjarnorkuákvæði, frelsisfloti, ofbeldisvandi og vók/vókismi.

Úr öskunni í eldinn

James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. 

Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki

Áhorfendum býðst að skrifa jólakort på gamle moden og fá sér heitt kakó fyrir danssýninguna Jóladrauma og eftir sýningu er öllum boðið upp á svið í alvöru jólaball. Fyrir óvana áhorfendur virðast danssýningar oft óaðgengilegar og flóknar en það er algjör mýta að sögn listdansstjóra Íslenska dansflokksins.

Fram­hald af Napóleonsskjölunum í vinnslu

Framleiðsla er hafin á kvikmyndinni Napóleonsskjölin 2 – Tár úlfsins sem er beint framhald af Napóleonsskjölunum, sem byggði á samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar og naut vinsælda hérlendis og erlendis.

Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum

Hjónin Pétur Gautur og Berglind Guðmundsdóttir hafa enn einu sinni orðið fyrir barðinu á þjófum. Í þetta sinn tóku þeir jólatré sem stóð fyrir utan vinnustofu Péturs á horni Snorrabrautar og Njálsgötu. Þjófnaðurinn mun líklega bíta þjófinn í rassinn því á trénu er að finna tvenns konar óværur: einitítu og asparglyttu.

Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn ör­laga­ríka

Forsetahjónin fyrrverandi Barack og Michelle Obama ætluðu að hitta Rob og Michele Reiner daginn sem þau voru drepin. Michelle segir hjónin hvorki hafa verið trufluðu né klikkuð heldur ástríðufullt og hugrakkt fólk.

Við­skila í London eftir að hafa hent vega­bréfinu í ruslið

Íslensk kona á leið til Ástralíu með syni sína tvo lenti í einni stærstu martröð ferðalangsins þegar vegabréf eldri sonarins endaði í ruslinu á flugvelli í Lundúnum. Þau rótuðu í tunnunni en þá var vegabréfið horfið. Leiðir skildu, móðirin og yngri sonurinn flugu áfram en sá eldri varð eftir með síma, hleðslutæki og einbeittan vilja til að endurheimta vegabréfið.

Sjá meira