Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gefur endur­komu undir fótinn

Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári.

Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólm­stein“

Kristján Freyr Halldórsson skrifaði í dag afmælisgrein til heiðurs Dr. Gunna en textinn er nánast allur stolinn úr afmælisgrein sem Sigurður Bond skrifaði um Auðunn Blöndal. Kristján segist hafa verið innblásinn af Sigurði og muni leita til Hannesar Hólmsteins verði hann sakaður um ritstuld.

Skilnaðar-toppur í París

Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára.

„Lé­leg“ hönnun gervi­greindar reyndist mannanna verk

Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks.

Saman á rauða dreglinum

Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra.

Sár­þjáður Eyfi sendur með sjúkra­bíl og skellt í að­gerð

Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, átti að spila á Bítla-heiðurstónleikum í gær en þurfti að leggjast inn á spítala og gat því ekki komið fram. Hann hafði fundið fyrir miklum verkjum, var fluttur í flýti á spítala og þurfti þar að fjarlægja úr honum gallblöðruna.

Sjá meira