Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Fjórtán börn hafa verið handtekin í tengslum við andlát fjórtán ára drengs sem brann inni í geymsluhúsnæði í bænum Gateshead í Bretlandi á föstudag. 4.5.2025 14:38
Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Fyrsti þáttur af Stóru stundinni á Stöð 2 verður frumsýndur í kvöld klukkan 19 en í þeim fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir eftir viðmælendum í aðdraganda stærstu augnablika lífs þeirra. Í fyrsta þætti, sem verður í opinni dagskrá, fá áhorfendur að fylgjast með fæðingu barns. 4.5.2025 13:56
Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Þann 30. mars árið 2006 kviknaði sinueldur við þjóðveg 54, norðvestan við Borgarnes, en þessi sinueldur átti eftir að verða sá stærsti í Íslandssögunni. 4.5.2025 12:15
Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. 4.5.2025 11:04
Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 4.5.2025 10:01
Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4.5.2025 08:55
Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Útlit er fyrir sunnan og suðvestan stinningsgolu og dálitla vætu með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hiti verður þar á bilinu fimm til tíu stig. Hins vegar verður bjartara austanlands og gæti hiti náð 17 stigum þegar best lætur. 4.5.2025 07:55
Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar reynt var að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Maðurinn var handtekinn og settur í fangaklefa. 4.5.2025 07:40
„Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Kanye West og Bianca Censori hyggjast lögsækja tannlækninn Thomas Connelly fyrir að hafa útvegað rapparanum „hættulegt“ magn hláturgass sem gerði hann háðan gasinu, leiddi til mikilla geðsveifla og olli honum „taugafræðilegum skaða“. 3.5.2025 14:08
Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Kaupfélag Skagfirðinga skilaði 3,3 milljarða hagnaði á síðasta ári. Rekstrartekjur kaupfélagsins voru 55 milljarðar, tveimur milljörðum meira en árið áður. 3.5.2025 11:22