Erlendir verktakar vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs og stefnt er að því að framkvæmdum við byggingu brúarinnar ljúki árið 2026. 18.4.2023 20:28
Sala á bjórkútum jókst um 48 prósent og rekstrarhagnaður stóreykst milli tímabila Rekstarhagnaður Ölgerðarinnar á fjórða ársfjórðungi hækkaði um 439 milljónir króna milli tímabila fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Vörusala Ölgerðarinnar var 20,7% hærri á fjárhagsárinu og var 48% magnaukning á bjórkútum. Hagnaður samstæðunnar á fjárhagsárinu var 2,5 milljarðar króna eftir skatta. 18.4.2023 18:29
Von á nýjum Veðurstofuvef Veðurstofa Íslands hefur undirritað samning við Origo um smíði á nýjum vef fyrir stofnunina. Vefurinn mun birtast notendum í áföngum og reiknað er með að fyrstu hlutar hans líti dagsins ljós í sumar. Núverandi vefur hefur verið starfræktur frá árinu 2007. 18.4.2023 17:22
Norður-Kórea gerir prófanir á langdrægum flugskeytum Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að herinn þar í landi hafi gert prófanir á nýju langdrægu flugskeyti. Norður-kóreski ríkismiðillinn KCNA segir flugskeytið „kröftugasta“ vopnið í vaxandi kjarnorkuvopnabúri landsins sem verði beitt gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu. 13.4.2023 23:58
Mörg þúsund lítrar málningar láku í Mosfellsbæ Mörg þúsund lítrar af hvítri málningu láku út á þjóðveginn við Varmá í Mosfellsbæ þegar farmur bíls valt um hálf sex leytið í kvöld. Fulltrúar Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlitsins og efnaeyðingar Terra eru að vinna að því að hreinsa upp málninguna. 13.4.2023 21:38
Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13.4.2023 20:47
Furðar sig á að úrskurðurinn birtist þremur árum eftir að hann féll Fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar furðar sig á birtingu úrskurðar menningarmálaráðuneytisins sem tengdist styrkveitingu miðstöðvarinnar. Úrskurðurinn féll fyrir þremur árum en var ekki birtur fyrr en í síðustu viku. 13.4.2023 19:03
Líkfundur í Borgarnesi Lík fannst í fjöru skammt frá Borgarnesi í dag. Vegfarandi tilkynnti um líkið fyrr í kvöld og er málið í rannsókn að sögn lögreglu. 13.4.2023 18:56
Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum. 13.4.2023 06:01
Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. 12.4.2023 14:38
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið