„kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál hélt fund um útlendingamál í Valhöll um helgina. Hæðst hefur verið að auglýsingu fyrir fundinn vegna málfars- og stafsetningarvillna, þá sérstaklega að stafarunan „kkk“ sé í orðinu „klukkan“. Formaður félagsins segir um 115 manns hafa sótt fundinn og gagnrýnin sé rýr ef aðeins er hægt að setja út á stafsetningu. 30.9.2025 10:19
Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Eftir rúmlega fimmtán ára óvissu, ákærur, stofufangelsi í sendiráði og einangrun í Belmarsh-fangelsi, sneri Julian Assange heim til Ástralíu í fyrrasumar. Kristinn Hrafnsson lýsir lokasprettinum, viðkvæmum viðræðum við erlenda ráðamenn og framtíð WikiLeaks. 29.9.2025 16:01
Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. 29.9.2025 14:47
Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Söngleikurinn Moulin Rouge! var frumsýndur með pompi og prakt á laugardagskvöld. Stærstu stjörnur leikhúsbransans létu sig ekki vanta og heiðraði Vigdís Finnbogadóttir gesti með nærveru sinni. 29.9.2025 13:32
„Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri Dominos og Ikea, segir ekki koma ríkinu við í hvaða meðvitundarástandi fullorðið fólk sé heima hjá sér, á meðan það skaði ekki aðra. Hann hafi sjálfur klesst á vegg fyrir nokkrum og snúið lífi sínu við. 29.9.2025 11:19
„Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Kim Novak, ein síðasta eftirlifandi stjarna gullaldar Hollywood, er heiðursgestur RIFF í ár. Novak sagði skilið við skemmtanabransann til að elta ástríðu sína, myndlistina. Hún tók slæma dóma mikið inn á sig sem ung leikkona en er í dag stolt af því að vera hluti af einni bestu kvikmynd allra tíma. 27.9.2025 07:02
Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Kjartan Logi Sigurjónsson hefur nýverið vakið mikla athygli fyrir grínsketsa á TikTok og Instagram. Hann birtir daglega nýjan skets og tugþúsundir manna hafa horft á marga þeirra. Kjartan á ekki langt að sækja grínið enda sonur Sigurjóns Kjartansonar. 26.9.2025 12:31
„Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Fundarstjóri pallborðs með forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Ástralíu og Íslands ruglaðist aðeins á landafræðinni þegar hún kynnti inn Kristrúnu Frostadóttur fyrr í dag. 26.9.2025 11:00
„Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og víóluleikarinn Svava Bernharðsdóttir mynda Dúó Freyju en eru auk þess mæðgur. Fyrir þremur árum fögnuðu þær sextugsafmæli Svövu með plötu með sex nýjum tónverkum eftir konur. Á morgun eru útgáfutónleikar fyrir aðra plötu þeirra sem inniheldur þrjú ný tónverk eftir karla. 26.9.2025 07:30
Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og eiginkona hans, Jovana Schally, hafa sett íbúð sína á Grandavegi 1 á sölu. Þau elski íbúðina en eigi of mörg börn til að búa í henni áfram. Ásett verð er 97,9 milljónir. 25.9.2025 14:49