Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tómas Logi býður sig fram til for­seta

Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar.

Björg ráðin að­stoðar­maður verðandi borgar­stjóra

Björg Magnús­dótt­ir, sjónvarpskona, hef­ur verið ráðin sem aðstoðarmaður Ein­ars Þor­steins­son­ar, verðandi borg­ar­stjóra. Björg hef­ur verið starfsmaður hjá Rík­is­út­varp­inu und­an­far­in tólf ár.

„Ég er í hálf­gerðu sjokki og átti ekki von á þessu“

Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax.

Ný­nasistar dæmdir fyrir yfir­lýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins

Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Matvælaráðherra telur ekki tilefni til að segja af sér þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar hafi verið í andstöðu við lög. Hún taki álitið alvarlega en er á því að endurskoða þurfi hvalveiðar.

Enn leitað að fólki eftir jarð­skjálftann í Japan

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan á nýársdag að sögn yfirvalda. Fjöldi húsa eyðilagðist, um 33 þúsund heimili eru án rafmagns og mörg þúsund manns hafa flúið vesturströndina vegna hættu á flóðbylgjum.

Sakar orku­mála­stjóra um van­hæfi

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir orkumálastjóra efna til óþarfa átaka um orkumál í nýárspistli sínum og hún sé vanhæf til að taka ákvarðanir vegna framkomu hennar undanfarin ár.

Sjá meira