Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. 22.2.2024 21:07
Samskipti við ráðuneytið um framtíð skólastarfs mikil vonbrigði Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í dag tillögu fjölskylduráðs sveitarfélagsins um að auglýsa eftir þremur stöðugildum fagmenntaðs starfsfólks til að sinna annars vegar skólastjórn og hins vegar kennslu. Náist ekki að fylla þessar stöður verði grunnskólanum á Raufarhöfn lokað. 22.2.2024 21:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kalt vatn byrjaði að streyma á ný í Grindavíkurhöfn eftir langt hlé í dag, þar sem var líf og fjör við löndun. Kortlagning á sprungum stendur enn sem hæst; einn þeirra sem vinnur að úttekt í bænum segir að verið sé að bjóða hættunni heim með því að hleypa íbúum og starfsfólki inn í Grindavík. Svæðið sé enn ótryggt og kanna þurfi sprungur mun betur. 22.2.2024 18:01
Stjörnugrís innkallar skinku vegna listeríugerils Stjörnugrís hefur tilkynnt innköllun á tveimur tegundum af skinku vegna þess að gerillinn Listeria monocytogenes mældist í vörunum. Neytendur eru beðnir um að neyta ekki varanna og farga þeim eða skila í verslun. 19.2.2024 16:02
Af hverju var konudagurinn ekki í gær? Rómantískir makar lentu í því í gær að ætla að kaupa blóm vegna konudagsins en uppgötvuðu þá að hann væri næsta sunnudag. Á venjulegu ári hefði konudagurinn verið í gær en hann frestast vegna svokallaðs rímspillisárs sem gerist á 28 ára fresti. 19.2.2024 15:30
Starfsmenn Rapyd þurfi að sitja undir ómálefnalegum áróðri Forstjóri Rapyd á Íslandi segir fyrirtækið víst vera íslenskt þó móðurfélag þess sé ísraelskt. Starfsfólk fyrirtækisins sé jafn vanmáttugt um að stöðva átökin á Gasa og aðrir hér á landi. Krafa um sniðgöngu á fyrirtækinu í nafni mannréttinda sé því ómakleg. 19.2.2024 11:52
Beið fótbrotin í viku á Íslandi en komst strax í aðgerð á Spáni Íslensk kona búsett á Spáni fótbrotnaði í heimsókn á Íslandi. Eftir að hafa beðið í viku eftir aðgerð fékk hún sig fullsadda og flaug til Spánar. Þremur tímum eftir að hún mætti á bráðamóttökuna var hún komin í aðgerð. 16.2.2024 08:10
Fimm tíma rafmagnsleysi í Borgarfirði Stór hluti Borgarfjarðar hefur verið rafmagnslaus frá því klukkan fimm síðdegis. Rafmagnsleysið nær yfir Mýrar, Húsafell, Lundarreykjadal og Reykholtsdal. Fjöldi starfsmanna vinnur við að koma rafmagni á að nýju. 15.2.2024 22:27
Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. 15.2.2024 21:59
Féll útbyrðis þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þegar björgunarskipið Þór kom á staðinn hafði hinum tveimur tekist að hífa manninn um borð og slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. 15.2.2024 20:46