Kúkaði á sig á miðjum tónleikum Tónlistarmaðurinn Joe Jonas, þriðjungur þríeykisins Jonas Brothers, segist hafa kúkað á sig á miðjum tónleikum. Hann segist verið klæddur í hvít föt þegar það gerðist og þess vegna þurft að drífa sig baksviðs og skipta um föt. 14.7.2023 15:03
Fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt fyrsta þrívíddarlíkanið af gossvæðinu við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Líkanið er unnið út frá ljósmyndum sem teknar voru úr lofti í gær, þann 13. júlí, þremur dögum eftir að eldgosið hófst. 14.7.2023 14:34
Frumsýning á Vísi: Cell7 og Moses Hightower í eina sæng Rapparinn og söngkonan Cell7, sem heitir réttu nafni Ragna Kjartansdóttir, og hljómsveitin Moses Hightower gáfu í dag út lagið Thinking Hard. Meðfram laginu gefa þau út tónlistarmyndband sem frumsýnt er hér á Vísi. 14.7.2023 13:20
Dánarorsök Presley liggur fyrir Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, lést í janúar á þessu ári eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús með hjartastopp. Dánarorsök hennar liggja nú fyrir en hún lést vegna fylgikvilla þyngdartapsaðgerðar. 14.7.2023 11:12
Kína ætlar að koma fólki á tunglið Kínversk yfirvöld opinberuðu í dag áform sín um mannaða ferð til tunglsins. Gert er ráð fyrir að koma fólki á tunglið fyrir árið 2030. 13.7.2023 17:00
Fékk afskorinn fingur í pósti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fékk afskorinn fingur í pósti síðastliðinn mánudag. Pakkinn með fingrinum var sendur í Élysée-höll, bústað forsetans í París. 13.7.2023 16:19
„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“ Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. 13.7.2023 14:09
Landsmenn ósammála um ákvörðun Svandísar Landsmenn skiptast nokkuð jafnt í fylkingar þegar kemur að skoðun þeirra á ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið bann á hvalveiðum. Samkvæmt Þjóðarpúls Gallup eru tæp fjörutíu og tvö prósent ánægð með ákvörðunina en rúmlega þrjátíu og níu prósent eru óánægð. 13.7.2023 11:33
Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. 13.7.2023 10:54
Katrín náði að skreppa í bæinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland. 12.7.2023 17:05