Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. 26.6.2023 21:50
Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. 26.6.2023 21:28
Eldur í Teigunum Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður. 26.6.2023 18:55
„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26.6.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir sátt fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka vegna brota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum í mars í fyrra. Bankinn hefur sæst á að greiða 1,1 milljarð króna í sekt en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði farið gegn fjölmörgum reglum sem giltu um útboðið. Við heyrum meðal annars í fjármálaráðherra, aðstoðarseðlabankastjóra sem fer með fjármálaeftirlitið og forstjóra bankasýslunnar. 26.6.2023 18:00
Gisti í sex hundruð nætur á hóteli og borgaði ekki krónu Lögreglan á Indlandi rannsakar nú mann sem sagður er hafa gist á fínu hóteli í Delhi í tæp tvö ár án þess að borga krónu. 22.6.2023 23:57
Hreinn aðstoðarmaður á ný í dómsmálaráðuneytinu Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hreinn aðstoðar í dómsmálaráðuneytinu en hann aðstoðaði einnig síðustu tvo ráðherra í ráðuneytinu. 22.6.2023 23:18
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22.6.2023 22:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum kynnum við okkur aðstæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem forstjórinn sakar stjórnvöld um að svelta stofnunina fjárhagslega. Hann hefur einnig óskað eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra gagnvart honum þegar heffur upplýst þá um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýnt stjórnvöld. Hann hafi verið verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu. 22.6.2023 18:29
Fundu brak sem sagt er vera úr kafbátnum Brak fannst á svæðinu þar sem kafbátsins Titan, sem týndist í nágrenni við Titanic um helgina, er leitað. Samkvæmt köfunarsérfræðingi og vini farþega um borð í kafbátnum tilheyrir brakið Titan. 22.6.2023 17:39