Mannanafnanefnd samþykkir Bubba: „Ég er bara Bubbi“ Eiginnafnið Bubbi er á meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd samþykkti á dögunum. Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og um leið þekktasti Bubbi landsins segir þetta þó ekki breyta neinu fyrir sér. 9.5.2023 11:58
Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9.5.2023 11:13
Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár. 9.5.2023 10:10
Tork gaur: „Það er eitthvað svona frískandi við að vera hérna inni“ Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti annarrar þáttaraðar er Renault Megane E-tech tekinn fyrir. 9.5.2023 09:30
„Mér finnst þetta náttúrulega alveg rosalega mikið“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir starfsmannafjölda ráðuneytanna vera mikinn. Hún gagnrýnir að hið opinbera keppi um starfsfólk við markað og bjóði betri kjör. Ekki sé hægt að horfa fram hjá því að báknið hafi blásið út á vakt Sjálfstæðisflokksins. 8.5.2023 17:13
Leituðu að hring látinnar frænku í Reykjavíkurtjörn Maður á þrítugsaldri tapaði hring sínum er hann var að gefa öndunum í Reykjavíkurtjörn brauð. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar til að leita að hringnum. Kafarar sem áttu lausa stund mættu á vettvang en leitin bar ekki árangur. 8.5.2023 15:20
Hringbraut lokað á morgun og hinn Hringbraut verður lokað vegna framkvæmda á morgun og hinn. Farið verður í að fræsa hluta götunnar þessa tvo daga. Framkvæmdirnar munu standa yfir frá klukkan 18:30 til 23:00 báða dagana. 8.5.2023 14:17
Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli aflýst Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. Síðastliðinn fimmtudag hófst kröftug jarðskjálftahrina á svæðinu og fór fólk þá að velta því fyrir sér hvort Katla væri byrjuð að rumska. Hrinan gekk þó hratt yfir og var að mestu yfirstaðin síðar sama dag. 8.5.2023 14:01
Stálu tvö hundruð skóm en geta ólíklega notað þá Óprúttnir þjófar hlupu á sig er þeir stálu rúmlega tvö hundruð skóm í borginni Huancayo í Perú á dögunum. Tjónið er sagt vera mikið en það er þó ólíklegt að þjófarnir græði mikið á skónum sem þeir stálu. 8.5.2023 11:33
Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7.5.2023 13:44