Helga, Bjarki og Oliver nýir stjórnendur hjá Samkaupum Helga Dís Jakobsdóttir, Bjarki Snær Sæþórsson og Oliver Pétursson eru nýir stjórnendur hjá Samkaupum að því fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Helga sem markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Iceland verslananna, Bjarki sem sölustjóri Nettó og Iceland verslana og Oliver sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða 3.4.2023 11:21
Hópuppsögn hjá Heimkaup Tuttugu og fjórum starfsmönnum Heimkaups var sagt upp í dag. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir uppsagnirnar vera fylgikvilla endurskipulagningar innan fyrirtækisins. Aldrei sé þó auðvelt að fara í uppsagnir. 30.3.2023 22:51
Tyrkland leggur blessun sína yfir umsókn Finnlands Finnland og Svíþjóð óskuðu eftir því að ganga inn í Atlantshafsbandalagið, NATO, á síðasta ári í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Umsóknin hefur strandað á Tyrklandi en nú hefur tyrkneska þingið samþykkt umsóknina. Öll aðildarríki bandalagsins hafa því nú samþykkt inngöngu Finnlands. 30.3.2023 22:16
Íbúar hvattir til að sýna aðgæslu Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag en þó ekki alvarleg. Síðar í kvöld voru íbúar á Austurlandi hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum. 30.3.2023 21:44
„Ég sé ekkert óeðlilegt við þetta“ Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi í dag atkvæði gegn vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra. Hann segist ekki sjá neitt athugavert við það. 30.3.2023 20:34
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. 30.3.2023 18:45
Semja um sjö hundruð liðaskiptaaðgerðir Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra. 30.3.2023 18:43
Tómas sá eini sem greiddi ekki atkvæði: „Ég er eins og vindpoki á flugvellinum“ Vantrauststillaga á hendur dómsmálaráðherra var felld í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og tuttugu og tveir með henni. Einn þingmaður var viðstaddur og greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. 30.3.2023 17:52
Fyrstu hvolparnir í 70 ár Fjórir blettatígurshvolpar fæddust í Indlandi á dögunum. Um er að ræða fyrstu blettatígurshvolpa sem fæðast í landinu í 70 ár. Tegundin var skráð útdauð í landinu á sjötta áratug síðustu aldar. 29.3.2023 23:52
Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29.3.2023 23:42