Líkamsleifar týnds manns fundust í hákarli Diego Barria, 32 ára gamall þriggja barna faðir, týndist fyrir rúmri viku í suðurhluta Argentínu. Líkamsleifar sem fundust í maga hákarls um helgina eru taldar tilheyra honum. 28.2.2023 23:27
Fann verðmæti í kassa sem átti að fara í Góða hirðinn Sigurður Helgi Pálmason, matsmaður og annar stjórnenda þáttarins Fyrir alla muni, hefur hjálpað fólki að finna verðmætar eigur, til dæmis í dánarbúum. Dæmi séu um að fólk geri sér ekki grein fyrir verðmætum sem leynast á heimilum og losi sig því við þau. 28.2.2023 22:35
Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook. 28.2.2023 20:55
Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. 28.2.2023 19:52
Neyðast til að fresta þingveislu vegna verkfallsins Halda átti þingveislu á Grand hótel næstkomandi föstudag. Vegna yfirstandandi verkfalls hótelstarfsfólks í Eflingu var tekin sú ákvörðun að fresta veislunni. 28.2.2023 18:32
Afgreiðslukonan hafi „eiginlega ekkert“ sofið í níu daga vegna álags Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur áhyggjur af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. 27.2.2023 21:47
Vaktin: Fundi slitið og ríkissáttasemjari lagstur undir feld Efling og Samtök atvinnulífsins (SA) funda í Karphúsinu ásamt settum ríkissáttasemjara í kvöld. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni. 27.2.2023 19:31
Vélin lent og hættustigi aflýst Hættustig var sett í gildi á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna flugvélar frá Icelandair sem snúa þurfti við. Vélinni hefur verið lent og hefur hættustigi verið aflýst. 27.2.2023 18:33
„Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar“ Uppistandshópurinn VHS frumsýnir í kvöld nýja sýningu sem gengur undir nafninu VHS velur vellíðan. Vilhelm Neto og Stefán Ingvar Vigfússon, tveir af fjórum meðlimum hópsins, ræða um sýninguna og umdeilt málefni. 25.2.2023 09:59
Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband við Söngvakeppnislag Silju Rósar og Kjalars Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Together We Grow sem þau Silja Rós og Kjalar munu flytja í Söngvakeppni Sjónvarspins á morgun, laugardaginn 25.febrúar. 24.2.2023 15:22