Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma.

Ók á þrjár kyrrstæðar bifreiðar

Klukkan hálf tólf í gærkvöldi var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108 en ökumaður hafði þá ekið á 2-3 kyrrstæðar bifreiðar. Ökumaðurinn sem olli tjóninu var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti

Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni.

Sjá meira