Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sæta ströngu útgöngubanni út janúar

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Fimmtán enn saknað í Ask

Fimmtán er enn saknað eftir að stærðarinnar leirskriður féllu í nótt í bænum Ask í Noregi.

Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19

Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum.

Fimm létust í jarðskjálftanum í Króatíu

Fimm létust í kröftugum jarðskjálfta sem varð nærri Zagreb í Króatíu um hádegisbil og þar af 12 ára stúlka. Nýjustu mælingar sýna að skjálftinn hafi verið um 6,4 að stærð samkvæmt frétt Reuters.

Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan

Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót.

Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum

Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar.

„Maður er bara klökkur vegna stórkostlegra Íslendinga sem hjálpa okkur“

Múlasýsludeild Rauða krossins hefur borist liðsauki frá Akureyri við áfallahjálparteymið fyrir austan vegna náttúruhamfaranna. Berglind Sveinsdóttir, formaður deildarinnar segir ásóknina í þá aðstoð sem er í boði vera til marks um það mikla áfall og erfiðleika sem Seyðfirðingar glíma við um þessar mundir. Hún kveðst vera meyr vegna samstöðu og hjálpsemi sem Íslendingar hafi sýnt.

Sjá meira