Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi

Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum.

„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“

Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Geðheilbrigðismálin ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins

Heilbrigðisráðherra mun taka mið af þeim ábendingum sem komu fram á geðheilbrigðisþingi í morgun frá sérfræðingum jafnt sem notendum geðheilbrigðisþjónustu við smíði nýrrar geðheilbrigðisstefnu til 2030. Hún segir brýnasta ákallið á sviði geðheilbrigðismála vera betri samþættingu ólíkra kerfa samfélagsins. Geðheilbrigðismálin séu ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins.

Valinn vísindamaður ársins hjá Dönsku sykursýkisakademíunni fyrir byltingarkennda aðferð

Páll Karlsson, aðstoðarprófessor og dósent við Dönsku verkjarannsóknarmiðstöðina við Árósarháskóla, var á dögunum valinn vísindamaður ársins hjá Dönsku sykursýkisakademíunni fyrir byltingarkennda aðferð sem hann þróaði við að taka og greina lítil húðsýni sem notuð eru til að kanna ástand skyn- og verkjatauga í húðinni. Í ljós kom að krónískir verkjasjúklingar voru með verkjasameindir sem umluktu taugarnar. Páll hefur búið í Danmörku frá árinu 2007.

Allar plastflöskur Coca-Cola á Íslandi úr endurunnu plasti á fyrsta ársfjórðungi

Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2021 verða allar plastflöskur, sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir, úr 100% endurunnu plasti en við breytinguna mun notkun á nýju plasti á Íslandi minnka um 530 tonn. Forstjórinn segir fátt fara meira í taugarnar á honum en að sjá drykkjarumbúðir sem hann framleiðir úti á götu eða í fjörunni.

Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt

Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg.

Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála

Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í.

Sjá meira